Mímir - 01.06.1998, Side 27

Mímir - 01.06.1998, Side 27
27 ritum Snorra-Eddu. Konungsbók Eddukvæða, eða Codex Regius, er líklega skrifuð á seinni hluta 13- aldar (1265-1280). Þar er kvæðið heillegast og í skýrustu samhengi. Hauksbók er talin skrifuð í byrjun 14. aldar af Hauki Erlends- syni eða undir hans leiðsögn. Hluti Völuspár er með öllu ólæsilegur í Hauksbók, sérstaklega er önnur blaðsíða kvæðisins illa farin. Textar þessara tveggja handrita eru um margt ólíkir, vísuröð er önnur auk þess sem nokkrar vísur koma ekki fyrir í báðum handrit- um. Ekkert er vitað um uppruna Völuspár. Höf- undur er óþekktur og eins er ekki vitað hvenær eða hvar kvæðið er ort. Þó hallast flest- ir að því að það sé samið á íslandi. Ætla má að langur tími líði frá því kvæðið er ort og þar til það er skráð á þau handrit sem þekkt eru í dag. Völuspá hefur í millitíðinni varðveist í munnlegri geymd og líklega breyst nokkuð. Eflaust hafa verið til fleiri en ein gerð Völuspár þó heildarsvipur kvæðisins hafi hald- ist, þetta sést best á þeim mismunandi gerðum sem varðveittar eru. Efni kvæðisins er á þá leið að Óðinn geng- ur á fund völvu og fær hana til að spá fyrir um örlög heimsins. Áður en völvan hefur spá sína rekur hún heimssöguna fram til þess tíma er Óðinn kemur að finna hana. Þar lýsir hún sköpun heimsins og skipulagi, gullöld ása og lokum hennar, sköpun dverga og manna, heimstrénu, örlaganornum, komu hinnar kynngimögnuðu Gullveigar og stríðinu við vani sem fylgir í kjölfarið. Loks lýsir hún spill- ingu og eiðrofum ása og hvernig þeir leggja allt í sölurnar til að endurheimta sælu gullald- arinnar. Eftir þetta endurlit lýsir völvan því hvernig heimur goða og manna er smám saman að hrynja, hún rekur íýrir Óðni þá atburði sem nú eiga sér stað allt í kringum þau. Valkyrjur safnast saman og stríð liggur í loft- inu. Baldur er veginn og hans er hefnt, Loki er bundinn. Hún lýsir leið manna til glötunar og hræðilegum kvölum þeirra, soltnir úlfar reika um orrustuvelli og risavaxinn úlfur gleypir tunglið. Hanar í öllum heimum vekja menn til orrustu, ragnarök eru í nánd. Framtíðarsýn völvunnar er hrollvekjandi. Fenrisúlfur er laus, blóðugir bardagar geisa og engum er hlíft. Óðinn fer á fund Mímis sem leitar allra ráða en heimsendir verður ekki um- flúinn. Óvinir sækja að úr öllum áttum, Loki hefur gengið í lið jötna og siglir hraðbyri til lokaorrustunnar. Goðin falla eitt af öðru uns Þór stendur einn eftir og berst að lokum við Miðgarðsorm. Sólin myrkvast og alelda jörðin sekkur í sæ. Heimsendir. Þrátt fyrir allt rís jörðin úr sæ og er nú fegurri en nokkru sinni. Æsir snúa aftur og friður ríkir á nýjan leik.Völvan hefur lokið spá sinni. Um leiðréttingar Langflestum skýrendum Völuspár þykir sjálfsagt að leiðrétta textann að einhverju leyti. Sumar leiðréttingar eru svo rótgrónar að þær virðast yfir alla gagnrýni hafnar, þær eru tekn- ar upp eins og þær séu í raun hluti af hinu upprunalega kvæði. Hér á eftir fara nokkur dæmi um slíkar leiðréttingar. Fyrsta dæmi: 16. Uns þrjár komu úr því liði öflgir og ástgir - æsir - að húsi fundu á landi lítt megandi Ask, og Emblu örlöglausa. Önd þau né áttu, óð þau né höfðu, lá né læti né litu goða. Uns þrjár komu úr því liði er nær alltaf leið- rétt í uns þrír komu. Þó stendurþriar (þrjár) í

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.