Mímir - 01.06.1998, Síða 28

Mímir - 01.06.1998, Síða 28
28 Konungsbók og unclzþriar komu þussa mey- ar (uns þrjár komu þursameyjar) í Hauksbók. Leiðrétting er háð því að ritarar beggja hand- rita hafi gert sömu villuna. Þá vilja skýrendur meina að þrír vísi til œsir í 4. línu. Ef þetta er rétt þá er erfítt að skýra uns. Ef það bendir út fyrir vísuna þá virðist það eiga við ættartölu dvergsins Lofars sem getið er í vísunni á und- an, en það er hæpið. Sigurður Nordal telur að uns vísi til einhvers sem á undan er komið en hafnar því að átt sé við dverginn, fremur telur hann að á undan 16. vísu hafi staðið önnur vísa sem nú er týnd. Það er afar vafasöm tilgáta því auðvitað getum við ekki sagt til um hvort, og þá hvað vantar í Völuspá. Öllu skynsamlegri er skýring Ólafs M. Ólafssonar, sem fengið hefur furðu litla athygli. Hann telur að þrjár eigi við þursameyjar þær sem talað er um í 8. vísu: Tefldu í túni, teitir voru, var þeim vettergis vant úr gulli uns þrjár komu þursameyjar, ámáttkar mjög, úr jötunheimum. Á eftir 8. vísu hefst svokallað dvergatal sem virðist í litlu samhengi við framvindu kvæðis- ins og því er nauðsynlegt að tengja frásögnina fyrir og eftir dvergatalið. Það er gert með því að minna á þursameyjarnar og þannig halda frásögninni áfram þar sem frá var horfíð. Úr því liði í 16. vísu er sambærilegt við úir jötunheimum í 8. vísu og minnir á uppruna meyjanna. Uns vísar til þess að æsir eru öflug- ir og áistgir að húsi (heimakærir) þangað til meyjarnar koma. 16. vísu má þá skilja þannig: Æsir una sér vel þar til meyjarnar koma, þá fara þeir og finna Ask og Emblu líívana. Þessi skiln- ingur er samkvæmur handritunum, og vísan eins og hún kemur þar fyrir verður ekki skýrð á annan hátt, nema með leiðréttingum, sem alltaf verða vafasamar. Annað dæmi: 38. Sá hún þar vaða þunga strauma menn meins vara, og morðvarga og þann er annars glepur eyrarúnu. Þar súg Niðhöggur nái framgengna, sleit vargur vera. Vituð ér enn - eða hvað? Menn meins vara hefur oftast verið tekið upp menn meinsvara, og átt við þá menn sem sverja rangan eið; mein-svara. í Konungsbók stendur meins vara, en ekki rnein svara. Erfitt er að skilja menn meins vara öðruvísi en: menn sem eru varir meins, þ.e. þeir sem finna til. Jafnvel geta rneins varir menn verið þeir sem varast meinin; hugleysingjar. Reyndar verður hér að hafa í huga að texti Konungsbókar er nokkuð brenglaður á þess- um stað. Það er þó ekki hægt að halda því fram, án athugasemda, að meins varir menn séu eiðrofar eins og svo margir hafa gert, þeirra á meðal Snorri nokkur Sturluson. Þriðja dæmi: 45. Leika Míms sýnir en mjötuður kyndist. Að inu galla Gjallarhorni hátt blæs Heimdallur, horn er á lofti. Mælir Óðinn við Míms höfuð. Ymur ið aldna tré en jötunn losnar. Skelfur Yggdrasils askur standandi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.