Mímir - 01.06.1998, Qupperneq 28
28
Konungsbók og unclzþriar komu þussa mey-
ar (uns þrjár komu þursameyjar) í Hauksbók.
Leiðrétting er háð því að ritarar beggja hand-
rita hafi gert sömu villuna. Þá vilja skýrendur
meina að þrír vísi til œsir í 4. línu. Ef þetta er
rétt þá er erfítt að skýra uns. Ef það bendir út
fyrir vísuna þá virðist það eiga við ættartölu
dvergsins Lofars sem getið er í vísunni á und-
an, en það er hæpið. Sigurður Nordal telur að
uns vísi til einhvers sem á undan er komið en
hafnar því að átt sé við dverginn, fremur telur
hann að á undan 16. vísu hafi staðið önnur vísa
sem nú er týnd. Það er afar vafasöm tilgáta því
auðvitað getum við ekki sagt til um hvort, og
þá hvað vantar í Völuspá. Öllu skynsamlegri er
skýring Ólafs M. Ólafssonar, sem fengið hefur
furðu litla athygli. Hann telur að þrjár eigi við
þursameyjar þær sem talað er um í 8. vísu:
Tefldu í túni,
teitir voru,
var þeim vettergis
vant úr gulli
uns þrjár komu
þursameyjar,
ámáttkar mjög,
úr jötunheimum.
Á eftir 8. vísu hefst svokallað dvergatal sem
virðist í litlu samhengi við framvindu kvæðis-
ins og því er nauðsynlegt að tengja frásögnina
fyrir og eftir dvergatalið. Það er gert með því
að minna á þursameyjarnar og þannig halda
frásögninni áfram þar sem frá var horfíð.
Úr því liði í 16. vísu er sambærilegt við úir
jötunheimum í 8. vísu og minnir á uppruna
meyjanna. Uns vísar til þess að æsir eru öflug-
ir og áistgir að húsi (heimakærir) þangað til
meyjarnar koma. 16. vísu má þá skilja þannig:
Æsir una sér vel þar til meyjarnar koma, þá fara
þeir og finna Ask og Emblu líívana. Þessi skiln-
ingur er samkvæmur handritunum, og vísan
eins og hún kemur þar fyrir verður ekki skýrð
á annan hátt, nema með leiðréttingum, sem
alltaf verða vafasamar.
Annað dæmi:
38.
Sá hún þar vaða
þunga strauma
menn meins vara,
og morðvarga
og þann er annars glepur
eyrarúnu.
Þar súg Niðhöggur
nái framgengna,
sleit vargur vera.
Vituð ér enn - eða hvað?
Menn meins vara hefur oftast verið tekið
upp menn meinsvara, og átt við þá menn sem
sverja rangan eið; mein-svara. í Konungsbók
stendur meins vara, en ekki rnein svara.
Erfitt er að skilja menn meins vara öðruvísi
en: menn sem eru varir meins, þ.e. þeir sem
finna til. Jafnvel geta rneins varir menn verið
þeir sem varast meinin; hugleysingjar.
Reyndar verður hér að hafa í huga að texti
Konungsbókar er nokkuð brenglaður á þess-
um stað. Það er þó ekki hægt að halda því
fram, án athugasemda, að meins varir menn
séu eiðrofar eins og svo margir hafa gert,
þeirra á meðal Snorri nokkur Sturluson.
Þriðja dæmi:
45.
Leika Míms sýnir
en mjötuður kyndist.
Að inu galla
Gjallarhorni
hátt blæs Heimdallur,
horn er á lofti.
Mælir Óðinn
við Míms höfuð.
Ymur ið aldna tré
en jötunn losnar.
Skelfur Yggdrasils
askur standandi.