Mímir - 01.06.1998, Side 34
34
mörgum) nöfnum sjálf(ur) en einhvers staðar
verður að nema staðar og augljóslega er ein-
göngu hægt að fjalla um þær myndanir sem
listinn inniheldur.
Þar sem heimildir eru frá misjöfnum tínta
og sum nöfnin því talsvert gömul er ekki víst
að öll séu til enn í dag. Af sörnu ástæðum er
stundum um myndanir að ræða sem ekki gætu
orðið til núna þar sem þær reglur sem breyt-
ingin fór eftir eru ekki lengur virkar.Til dæniis
má nefna að Láfi sem er gælunafn Ólafs var
sennilega myndað af nafninu þegar það var
Óláfr og þess vegna er tvíhljóðið á í gælunafn-
inu.
4. Hljóðbreytingar
í kaflanum verður gerð grein fyrir helstu
hljóðbreytingum sem eiga sér stað við mynd-
un gælunafna og nöfn listans voru flokkuð
eftir. Þetta eru ýmis konar samhljóðabreyting-
ar, tvöföldun samhljóða og sérhljóðabreyting-
ar.
4.1 Samhljóðabreytingar
4.1.1 Tengsl upphafshljóðs gælunafns og
upphafshljóðs eiginnafns
Oftast nær hefur gælunafn sem myndað er
af fyrri hluta nafns eða af einkvæðu nafni sama
upphafshljóð og eiginnafn, en svo er þó ekki
alltaf. Þegar hljóðavíxl verða má hins vegar sjá
ákveðna reglu í því, t.d. breytist önghljóð í eig-
innafni í lokhljóð með sama eða svipaðan
myndunarstað og önghljóðið hafði.
Greinileg eru tengslin milli þ í framstöðu
eiginnafna og t í gælunöfnum, þau koma t.d.
fram íTóta - Þórunn, Tobba - Þorbjörg, Tóti -
Þórarinn, Tói - Þórarinn, Tobbi - Þor-
björn/Þorbergut; Toggi - Þorgrímur, Tolli -
Þorleifur/Þorkell o.fl. Svipuð tengsl virðast
vera á milli þ og d\ Dodda -Þorbjörg/Þorgerð-
ur, Dúdda - Þórunn, Dói - Þórður/Þórólfur,
Doddi - Þórður. Meðal þess sem styður þetta
er að einungis fáein gælunöfn halda þ-i í fram-
stöðu\ Þura/Þurý - Þuríður, Þrúða -Arnþrúð-
ur/Geirþrúður, Þorri - Þorvaldur/Þorvarð-
ur.
Einhver slík tengsl virðist Iíka vera hægt að
sjá milli s og d en um það eru þó aðeins tvö
dæmi á listanum og það einungis í kven-
mannsnöfnum: Dedda - Sesselía, Diddý -
Signý. Ólíkt />inu kernur s oftar en ekki fyrir í
framstöðu gælunafna þeirra nafna sem hafa s í
framstöðu.
Önnur víxl er ekki hægt að sjá rnilli hljóða
í framstöðu og tæpast er hægt að búa til reglu
sem skýrir af hverju þessi tvö hljóð, þ og s,
breytast stundum (þ þó mun oftar) en önnur
hljóð gera það ekki. Til dæmis er / líkt og þ
óraddað önghljóð; eini munurinn er sá að/er
tannvaramælt en þ tannmælt. Þrátt fyrir það
virðist / alltaf koma fyrir í framstöðu gælu-
nafna sem mynduð eru af nöfnum sem hafa/í
framstöðu.
Til að finna hljóðfræðilega skýringu á víxl-
unum væri hægt að skoða myndunarstað
hljóðanna þar sem önghljóðin þ og s hafa
nokkurn veginn sama myndunarstað og þau
lokhljóð sem koma í stað þeirra. Á móti því
kemur svo að samkvæmt þáttagreiningu Eiríks
Rögnvaldssonar (1993:32) er munurinn á þ og
/ nánast sá sami og munurinn á t og þ þrátt
fyrir það að hljóðavíxlin f >þ komi aldrei fyrir
í sömu stöðu og víxlin þ > t. Það sem skilur að
þ og / er að / hefur þáttinn [+samfellt] og
[+strítt] en það hefurþ ekki og það sem skilur
t og/ að er að þ hefur þáttinn [+samfellt] en t
ekki; eina sem munar er þátturinn |+strítt]
sem / hefur umfrarn þ. Meiri munur er svo
aftur á móti á s og d (en á/og ö), þar sem því
munar að s hefur þættina [+samfellt], [+sperrt
raddglufa] og [+strítt| en d hefur engan af
þessum þáttum. Samkvæmt þessu ættu víxl
milli s ogd síður að eiga sér stað en víxl rnilli
fogþ.
Væntanlega hafa þessi hljóðavíxl þó ekki
svo nijög með hljóðfræðilega þætti að gera.