Mímir - 01.06.1998, Page 36

Mímir - 01.06.1998, Page 36
36 stofnsins. Fleiri gælunöfn eru myncluð á þenn- an hátt og oft er ferlið þannig, ólíkt því sem virðist vera í Nonni og Nói, að samhljóðið sem fyrir er í framstöðu kemur einnig fram í inn- stöðu. Til dæmis í Tóta - Þórunn og Tóti - Þór- arinn, þar sem þ virðist fyrst breytast í t og svo sé t jafnframt skotið inn milli sérhljóðanna. Það sama gerist í Stsí - Sigríður og RTirý - Guðrún. Algengara er að jafnframt sé um tvöföldun inn- stöðusamhljóðsins að ræða, s.s í karlmanna- nöfnunum: Nonni - Jón, Bybbi - Brynjólfur, Lúlli - Lúðvík, Doddi - Þórður, Lalli - Lárus, Ólafur, Mummi - Guðmundur og í kven- mannsnöfnunum: Dedda - Sesselía, Dodda - Þorbjörgf-gerður, Dúdda - Þórunn, Lalla - Lára/Laufey, Lúlla - Lovísa, Bebbý - Berghild- ur, Diddý - Signý. 4.2 Tvöföldun samhljóöa 4.2.1 Hvaða hljóð tvöfaldast helst Þegar listinn er skoðaður með tilliti til þess hvaða samhljóð geta tvöfaldast kemur í ljós að nokkur hljóð koma aldrei fyrir löng, hvorki í karlmanns- né kvenmannsgælunöfnunum. Þetta eru p, v, þ, ð; \ð\ tvöfaldast að vísu og lokhljóðast um leið, verður að þi:] (t.d. í Böddi - Böðvar, Viddi - Viðar) og það sama má segja um [v] sem lokhljóðast og verður að [b:] (t.d. í Dabbi - Davíð, Habbi - Hafliði). Þau hljóð sem á annað borð koma fyrir löng í gælunöfnum gera það misoft. Bæði í karl- manns- og kvenmannsnöfnunum virðist l ([1]) vera það hljóð sem mesta tilhneigingu hefur til að tvöfaldast (það tvöfaldast 17 sinnum í hvor- um hóp, t.d. Palli - Páll, Balli - Baldvin, Ella - Elín, Júlla - Júlíana). í öllum þeim tilvikum sem / tvöfaldast fær það framburð langs hljóðs [1:] en ekki [dlþframburð (lokhljóðaframburð) sem er eðlilegur í flestum þeim orðum sem hafa tvöfalt / og er sá framburður sem tvöfalt / hefur í flestum eiginnöfnum: Þórhallur, Hall- grímur, Hallfríður, Halla, Dalla (undantekn- ingin er [l:]-framburður í nöfnum eins og Hall- dór, Halldóra). Dæmi eru um að nafn með |yl 1 ]- framburð á tvöföldu / (Þórhallur) verði að gælunafni með [1:]- framburð (fíalli). Næst [1] í tíðni sem langt samhljóð í karl- mannsgælunöfnum er b (|þ[),í 14 nöfnum, t.d. Jobbi - Jón, Rabbi - Rafn, Robbi - Róbert, en í kvenmannsgælunöfnum d ([$]), í 13 nöfnum, t.d. Dedda - Sesselía, Gudda - Guðríður, Hjödda - Hjördís. Þar næst koma hljóðin d ([d|) og g ([j]) í karlmannsnöfnunum, hvort hljóð í tíu nöfnum, t.d. Böddi - Böðvar, Skiuldi - Höskuldur og Maggi - Magnús, Siggi - Sig- urður og g ([£]) í 11 og b ([þ]) í átta kven- mannsnöfnunum, t.d. Dagga - Dagbjört, Ragga - Ragnhildur og Abba - Aðalbjörg, Hrabba - Hrafnhildur. Sjaldgæft er, bæði í karl- rnanns- og kvenmannsnöfmmum, að t tvöfald- ist; það gerist aðeins í einu karlmannsnafni, Kitti - Kristján/Kristinn og tveimur kven- mannsnöfnum Kitta - Kristín, Setta - Sesselía. Einnig er lítið um að k lengist, en það lengist í einu kvenmannsnafni, Rikka - Friðrika og þremur karlmannsnöfnum, Rikki - Friðrik, Frikki - Friðrik, Stakki - Starkaður. Heldur al- gengara er að r og s lengist, en hvort hljóð er langt í fímm karlmannsnöfnum, Harri - Har- aldur, Kjarri - Kjartan, Þorri - Þorvaldur, Örri - Örvar, Marri - Lngimar og Bjössi - Björn, Össi - Örn, Bússi - Björn, Krissi - Krist- inn, Frissi - Friðrik og þrernur kven- mannsnöfnum, Gurra - Guðríður, Gurrý - Guðrún, Sirrý - Sigríður og Krissa - Kristín, Ossa - Oddný, Gússý - Ágústa. Munurinn á karlmanns- og kvenmannsnöfnum er meiri þegar tíðni þess að m sé lengt er athuguð, því langt m kemur aðeins fyrir í einu kvenmanns- nafni, Emma - Emelía, en í sjö karlmannsnöfn- um Gummi - Guðmundur, Summi - Sumar- liði o.fl. Allar þessar tölur skulu þó skoðast með varfærni þar sem aldrei getur verið um neinn endanlegan lista gælunafna að ræða auk þess sem karlmannsgælunöfn með tvöfölduðum

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.