Mímir - 01.06.1998, Qupperneq 36

Mímir - 01.06.1998, Qupperneq 36
36 stofnsins. Fleiri gælunöfn eru myncluð á þenn- an hátt og oft er ferlið þannig, ólíkt því sem virðist vera í Nonni og Nói, að samhljóðið sem fyrir er í framstöðu kemur einnig fram í inn- stöðu. Til dæmis í Tóta - Þórunn og Tóti - Þór- arinn, þar sem þ virðist fyrst breytast í t og svo sé t jafnframt skotið inn milli sérhljóðanna. Það sama gerist í Stsí - Sigríður og RTirý - Guðrún. Algengara er að jafnframt sé um tvöföldun inn- stöðusamhljóðsins að ræða, s.s í karlmanna- nöfnunum: Nonni - Jón, Bybbi - Brynjólfur, Lúlli - Lúðvík, Doddi - Þórður, Lalli - Lárus, Ólafur, Mummi - Guðmundur og í kven- mannsnöfnunum: Dedda - Sesselía, Dodda - Þorbjörgf-gerður, Dúdda - Þórunn, Lalla - Lára/Laufey, Lúlla - Lovísa, Bebbý - Berghild- ur, Diddý - Signý. 4.2 Tvöföldun samhljóöa 4.2.1 Hvaða hljóð tvöfaldast helst Þegar listinn er skoðaður með tilliti til þess hvaða samhljóð geta tvöfaldast kemur í ljós að nokkur hljóð koma aldrei fyrir löng, hvorki í karlmanns- né kvenmannsgælunöfnunum. Þetta eru p, v, þ, ð; \ð\ tvöfaldast að vísu og lokhljóðast um leið, verður að þi:] (t.d. í Böddi - Böðvar, Viddi - Viðar) og það sama má segja um [v] sem lokhljóðast og verður að [b:] (t.d. í Dabbi - Davíð, Habbi - Hafliði). Þau hljóð sem á annað borð koma fyrir löng í gælunöfnum gera það misoft. Bæði í karl- manns- og kvenmannsnöfnunum virðist l ([1]) vera það hljóð sem mesta tilhneigingu hefur til að tvöfaldast (það tvöfaldast 17 sinnum í hvor- um hóp, t.d. Palli - Páll, Balli - Baldvin, Ella - Elín, Júlla - Júlíana). í öllum þeim tilvikum sem / tvöfaldast fær það framburð langs hljóðs [1:] en ekki [dlþframburð (lokhljóðaframburð) sem er eðlilegur í flestum þeim orðum sem hafa tvöfalt / og er sá framburður sem tvöfalt / hefur í flestum eiginnöfnum: Þórhallur, Hall- grímur, Hallfríður, Halla, Dalla (undantekn- ingin er [l:]-framburður í nöfnum eins og Hall- dór, Halldóra). Dæmi eru um að nafn með |yl 1 ]- framburð á tvöföldu / (Þórhallur) verði að gælunafni með [1:]- framburð (fíalli). Næst [1] í tíðni sem langt samhljóð í karl- mannsgælunöfnum er b (|þ[),í 14 nöfnum, t.d. Jobbi - Jón, Rabbi - Rafn, Robbi - Róbert, en í kvenmannsgælunöfnum d ([$]), í 13 nöfnum, t.d. Dedda - Sesselía, Gudda - Guðríður, Hjödda - Hjördís. Þar næst koma hljóðin d ([d|) og g ([j]) í karlmannsnöfnunum, hvort hljóð í tíu nöfnum, t.d. Böddi - Böðvar, Skiuldi - Höskuldur og Maggi - Magnús, Siggi - Sig- urður og g ([£]) í 11 og b ([þ]) í átta kven- mannsnöfnunum, t.d. Dagga - Dagbjört, Ragga - Ragnhildur og Abba - Aðalbjörg, Hrabba - Hrafnhildur. Sjaldgæft er, bæði í karl- rnanns- og kvenmannsnöfmmum, að t tvöfald- ist; það gerist aðeins í einu karlmannsnafni, Kitti - Kristján/Kristinn og tveimur kven- mannsnöfnum Kitta - Kristín, Setta - Sesselía. Einnig er lítið um að k lengist, en það lengist í einu kvenmannsnafni, Rikka - Friðrika og þremur karlmannsnöfnum, Rikki - Friðrik, Frikki - Friðrik, Stakki - Starkaður. Heldur al- gengara er að r og s lengist, en hvort hljóð er langt í fímm karlmannsnöfnum, Harri - Har- aldur, Kjarri - Kjartan, Þorri - Þorvaldur, Örri - Örvar, Marri - Lngimar og Bjössi - Björn, Össi - Örn, Bússi - Björn, Krissi - Krist- inn, Frissi - Friðrik og þrernur kven- mannsnöfnum, Gurra - Guðríður, Gurrý - Guðrún, Sirrý - Sigríður og Krissa - Kristín, Ossa - Oddný, Gússý - Ágústa. Munurinn á karlmanns- og kvenmannsnöfnum er meiri þegar tíðni þess að m sé lengt er athuguð, því langt m kemur aðeins fyrir í einu kvenmanns- nafni, Emma - Emelía, en í sjö karlmannsnöfn- um Gummi - Guðmundur, Summi - Sumar- liði o.fl. Allar þessar tölur skulu þó skoðast með varfærni þar sem aldrei getur verið um neinn endanlegan lista gælunafna að ræða auk þess sem karlmannsgælunöfn með tvöfölduðum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.