Mímir - 01.06.1998, Blaðsíða 39

Mímir - 01.06.1998, Blaðsíða 39
39 ívsi - ívar, Sveinki - Bergsveinn, Grímsi -Arn- grímur. Sama máli gegnir um kvenmannsnöfnin sem reyndar eru heldur færri með þessum við- skeytum (færri með -sa en -si en aftur á móti fleiri með -ka en -ki):Jóka - Jófríður, Snjóka - Snjólaug, Steinka - Steingerður, Sveinka - Sveinbjörg, Ausa - Auður, Sœsa - Sœunn. Viðskeytið -bi kemur fyrir í nokkrum karl- mannsgælunöfnum en samsvarandi viðskeyti, -ba, kemur aftur á móti ekki fyrir í neinu kven- mannsnafni. Erfitt er að sjá hvort það sama má segja um viðskeytið -bi hvað sérhljóðabreyt- ingar varðar, þar sem svo fá dæmi um það eru á listanum (einungis sjö nöfn). í fjórum tilvik- um er gælunafn myndað af nafni sem hefur breiðan sérhljóða í stofni. Við myndun eins þeirra (Jobbi - Jón) verður tvöföldun og jafn- framt sérhljóðabreyting (breiður sérhljóði verður grannur) sem gæti verið í tengslum við tvöföldunina og segir því ekkert um áhrif við- skeytingu -bi á sérhljóðið. í þeim þremur gælunöfnum sem verða til með viðskeytingu -bi án þess að tvöföldun verði, helst breiða sérhljóðið í einu gælunafni (Jómbi - Jón) en breytist í grannt í tveimur (Simbi - Símon, Simbi - Sveinbjörn). Þetta bendir aðeins til þess að sérhljóð geti verið breið á undan -bi, en geta einnig breyst, en þar sem um svo fá nöfn er að ræða er varla hægt að segja nokkuð um hvort er líklegra í nöfnum af þessu tagi. Þær sérhljóðabreytingar sem verða við myndun gælunafna jtar sem stofnsamhljóð tvöfaldast ekki, eru ekki það reglulegar að unnt sé að sjá úr þeim neitt kerfi þar sem ein- ungis eitt dærni er um hverja breytingu. Þau gælunöfn sem verða til með sérhljóðabreyt- ingu, hvort sem um er að ræða gælunöfn með tvöföldun samhljóða eða ekki, eru sýnd í töflu 3 hér að aftan. 5. Lokaorð Hér hefur verið leitast við að komast ögn nær þeirri miklu orðmyndun sem felst í mynd- un gælunafna og stuttnefna. Dæmasafn líkt og það sem notast hefur verið við hér getur eðli málsins samkvæmt aldrei verið tæmandi og því eru hlutföll eða aðrar tölur ekki marktækar. Hins vegar hefur vonandi verið dregin upp skýr rnynd af megineinkennum gælunafna þar sem meginreglur orðmyndunar af þessu tagi og hljóðfræðileg einkenni hennar hafa verið settar fram. Heilmildir Eiríkur Rögnvaldsson. 1990. íslensk orðhlutafrceði. Málvís- indastofnun Háskóla íslands, Reykjavík. Eiríkur Rögnvaldsson. 1993. íslensk hljóðkerfisfraiði.Málvís- indastofnun Háskóla fslands, Reykjavík. Finnur Jónsson. 1920. Islandske kælenavne. Namn och bygd 8:40-42. Guðmundur Finnbogason. 1926. fslenzk gælunöfn. Skírnir, Tímarit Hins íslenzka bókmenntafélags. 100:104-112. Guðrún Kvaran.1991. Formáli. Guðrún Kvaran og Sigurður Jónsson frá Arnarvatni: Nöfn íslendinga. Heimskringla, háskólaforlag Máls og menningar, Reykjavík Halldór Laxness. 1942. Ónöfn. Vettvangur dagsins bls. 403. Heimskringla, Reykjavík. Höskuldur Þráinsson og Kristján Árnason. 1984. Um reyk- vísku. íslenskt mál 6:113-134. Indriði Gíslason, Sigurður Konráðsson, Benedikt Jóhannes- son. 1986. Framburður og myndun fleirtölu hjá 200 íslenskum börnum við fjögra og sex ára aldur. Kenn- araháskóli fslands, Reykjavík. Kristján Arnason. 1983. Áhersla og hrynjandi í ísienskum orðum.íslenskt mál 5:53-80) Minifie, Fred D. 1994./«- troduction to Communication Sciences and Dis- orders. Singular Publishing Group, Inc., San Diego, Cali- fbrnia. Sigurður Jónsson, 1984. Af hassistum og kontóristum. /s- lenskt mál. 6:155-165. „Stuttnefni og gælunöfn". 1956. Heimili og skóli 15:19-20.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.