Mímir - 01.06.1998, Blaðsíða 45

Mímir - 01.06.1998, Blaðsíða 45
45 Höskuldur Þráinsson Um menntun íslenskukennara og heildstæða móðurmálskennslu í. Inngangur Stór hluti þeirra sem stunda háskólanám í íslensku leggur síðar íyrir sig kennslu í fram- haldsskóla eða efri bekkjum grunnskóla. Ég veit ekki hversu algengt það er að íslensku- nemar stefni að kennslustarfi alveg frá upphafi háskólanáms síns en áreiðanlega hafa margir það bak við eyrað meðan þeir eru við nám og vilja búa sig sem best undir slíkt starf.Við sem höfum átt þátt í því að skipuleggja íslensku- námið undanfarin ár eða áratugi höfum ekki alltaf haft þetta í huga. Það er líka hægara sagt en gert af ýmsum ástæðum. í íyrsta Iagi eru háskólakennarar í íslensku yfirleitt fræðimenn eða vísindamenn og valdir til starfa með hliðsjón af því. Ástæðan er m.a. sú að íslenskuskor Háskóla íslands er eini stað- urinn í heiminum sem hefur það að megin- markmiði að sinna fræðilegum rannsóknum á íslensku máli og bókmenntum, fylgjast með í þeim fræðum og skyldum fræðigreinum á al- þjóðavettvangi og þjálfa vísindamenn framtíð- arinnar á því sviði. Þetta gerir rniklar kröfur til kennaranna og Ieggur þeim skyldur á herðar sem þeir vilja gjarna sinna af bestu getu, enda eru þær skyldur kannski í mestu samræmi við undirbúning og áhugasvið kennaranna. En íslenskunemar eru oft býsna stór og sundurleitur hópur og þessi fræðilega áhersla hentar þeim kannski ekki öllum jafnvel. Hún er auðvitað mest í framhaldsnáminu, þ.e. í því sem Iengi nefndist cand.mag.-nám en síðar MA-nám. Margir þeirra sem tóku að sér kennslu á framhaldsskólastigi að Ioknu BA- prófi og námi í uppeldis- og kennslufræðum fundu sig vanbúna til þess að sinna henni. Sumum þeirra fannst hins vegar að í MA-nám- inu væri fullmikil áhersla lögð á að mennta fræðimenn og vísindamenn og þess vegna hraus þeim hugur við því námi.Til að koma til móts við þessar þarfir var komið á fót svo- nefndu M.Paed-námi í íslensku fyrir nokkrum árum. Það er fyrst og fremst ætlað verðandi kennurum og felur í sér eins árs nám í kennslu- greininni (íslensku), auk náms í kennslufræði til kennsluréttinda (í Félagsvísindadeild), eins og kunnugt er. Ætlast er til þess að nemendur í þessu námi velji sér tiltekinn fjölda frarn- haldsnámskeiða í íslenskum bókmenntum og málfræði og treysti þannig fræðilega undir- stöðumenntun sína, enda er traust fræðileg undirstaða nauðsynleg fyrir kennara til þess að þeir geti brugðist við nýjungum í kennsluhátt- um og námskröftim á því skólastigi sem þeir hafa valið sér að starfa á.Auk þess var frá upp- hafi gert ráð fyrir því að einhver námskeið yrðu sérstaklega „hönnuð“ fyrir nemendur í þessu námi. Nú er komin nokkur reynsla á þetta nám og því tímabært að velta því fýrir sér hvernig til hafi tekist og hvað mætti gera til að bæta úr hugsanlegum göllum. Ég ætla þó ekki að reyna að gera neina heildarúttekt á því hér, en mig langar til að benda á tvö atriði sem ég held að nauðsynlegt sé að lagfæra til þess að kennaranámið í íslenskunni nýtist eins vel og það þarf að gera.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.