Mímir - 01.06.1998, Side 47

Mímir - 01.06.1998, Side 47
47 og málvísindum þessi misserin og þurfa og eiga að geta nýtt sér með einhverjum hætti í kennslu sinni á grunn- eða framhaldsskólastigi. En við kennararnir í íslenskunni megum líka líta í eigin barm og velta því fyrir okkur hvort við getum ekki gert meira til þess að búa nem- endur undir kennslustörf, t.d. með sérstökum námskeiðum á M.Paed-stigi. í því sambandi langar mig að benda á eitt slíkt námskeið sem ég held að við ættum að skipuleggja. Það teng- ist nýjum áherslum í móðurmálskennslu í skól- um, eða kannski réttara sagt stefnu sem móð- urmálskennarar hafa átt að leggja áherslu á undanfarin ár, samkvæmt námskrá, en áreiðan- lega fengið heldur litla leiðsögn um. Eins og lesendur Mímis vita sjálfsagt flestir er nú verið að endurskoða námskrár grunn- skóla og framhaldsskóla. í þeirri endurskoðun felst m.a. að reynt verður að gera samfellda námskrá íyrir þessi tvö skólastig, en það hefur ekki verið reynt áður. Veturinn 1996-1997 stýrði ég svokölluðum forvinnuhóp sem lagði drög að endurskoðun námskrár á sviði móður- máls í grunnskóla og framhaldsskóla. í þessum hópi störfuðu kennarar af grunnskóla-, fram- haldsskóla- og háskólastigi. Þetta voru auk mín þau Edda Kjartansdóttir, Ólaftir Oddsson, Páll Ólafsson, Sigurður Konráðsson, Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir og Valdimar Gunnarsson. Forvinnuhópurinn skilaði skýrslu sinni um miðjan júní 1997. Nú er verið að vinna að því að skrifa sjálfa námskrána. Þar á samkvæmt er- indisbréfí að byggja á forvinnunni, enda að hluta til sama fólkið sem tekur þátt í þeirri samningu. í skýrslu forvinnuhópsins var lögð áhersla á svonefnda heildstæða móðurmálskennslu. Sú áhersla var bæði í samræmi við andann í ýms- urn stefnumótandi plöggum sem forvinnuhóp- urinn fékk til viðmiðunar en einnig í raun í samræmi við það sem lagt er til í námskrá íýrir grunnskóla frá 1989. Ýmis námsgögn fyrir grunnskóla hafa þeg- ar verið tekin saman í anda þessarar stefnu, einkum bækurnar Mályrkja /-/// sem Náms- gagnastofnun hefur gefið út. Þórunn Blöndal samdi Mályrkju / og Mályrkju II en Höskuld- ur Þráinsson og Silja Aðalsteinsdóttir eru höf- undar Mályrkju III. Hugmyndin að þessum bókum á rætur að rekja til vinnuhóps sem Námsgagnastofnun setti saman og átti að gera tillögur urn nýtt námsefni í móðurmáli fýrir 8.-10. bekk. í þeim hópi voru Páll Ólafsson, Þórunn Blöndal og Ilöskuldur Þráinsson. Þar var mælt með því að bækur af þessu tagi yrðu teknar saman og auk þess Handbók um mál- frœði, en Námsgagnastofnun gaf þá bók út árið 1995. Nú er verið að leggja drög að gerð nýs kennsluefnis í málfræði fyrir framhalds- skóla, í tengslum við handbókaskrif um ýmsa þætti málfræðinnar og gerð geisladisksins Alfrœði íslenskrar tungu, en öll sú vinna er kostuð af Lýðveldissjóði og skipulögð af sér- stakri verkefnisstjórn sem í eiga sæti þau Ásta Svavarsdóttir, Eiríkur Rögnvaldsson og Þórunn Blöndal. Gera má ráð fyrir að eitthvað af þessu nýja efni verði samið í anda stefnunnar um heildstæða móðurmálskennslu, þótt málið horfi að vísu svolítið öðruvísi við í framhalds- skóla en grunnskóla. Þótt þessi heildstæða móðurmálskennsla hafí verið á dagskrá í orði kveðnu um nokkurt skeið, einkum í grunnskólanum, hefur hennar oft gætt heldur lítið í raunverulegu skólastarfi. í grunnskólanum er ein ástæðan sú að sam- ræmt grunnskólapróf í 10. bekk hefur yfirleitt alls ekki tekið mið af heildstæðri móðurmáls- kennslu heldur þvert á móti miðast við það að einangra þætti móðurmálsins sem mest þannig að unnt væri að mæla kunnáttu í eða þekkingu á þeim með einfaldri talningu. í framhaldsskól- um með áfangasniði er líka tilhneiging til þess að skipuleggja tiltölulega sérhæfða áfanga þar sem ýmist er lögð áhersla á bókmenntir eða málfræði. Sú málfræðikennsla sem þá fer fram hefur gjarna tilhneigingu til að verða dálítið sértæk og losna úr tengslum við málið sjálft, málkunnáttu, texta, málfar, samfélag og mála-

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.