Mímir - 01.06.1998, Qupperneq 48

Mímir - 01.06.1998, Qupperneq 48
48 nám. Þetta tengist líka þeim undirbúningi sem framhaldsskólakennarar hafa fengið, því ís- lenskunemar skiptast oft þegar á háskólastigi í bókmenntaskarfa og málfræðifrík og það er auðvitað þægilegast fyrir þá að viðhalda þeirri skiptingu eftir föngum þegar þeir hefja kennslu í framhaldsskólum og hún setur áreið- anlega líka mark sitt á kennslu þeirra í grunn- skóla þegar því er að skipta. Þetta ræðst auðvit- að að hluta til af áhugasviði nemenda og það er eðlilegt og sjálfsagt. En þetta er kannski líka sök okkar kennaranna í íslenskunni, því við höfum oft lagt meiri áherslu á að greina þætti í sundur en tengja þá í kennslunni undanfarin ár. Ég held að námskeið í heildstæðri móður- málskennslu, sérstaklega ætlað M.Paed-nem- endum, gæti bætt þarna dálítið úr. En hvað er þá átt við með heildstæðri móð- urmálskennslu? Hvaða kröfur gerir hún til kennara? í síðasta hefti Skímu (nr. 43, vor 1998) er fjallað talsvert um heildstæða móðurmáls- kennslu, bæði í grein eftir Heimi Pálsson (sú grein nefnist Heildstæð móðurmálskennsla) og í grein eftir undirritaðan. Lesendum er hér með vísað í þessar greinar um frekari fróðleik, því hér er ekki ástæða til að endurtaka allt sem þar segir. Hins vegar má nefna nokkur atriði til að skýra hugtakið. Ég ætla nú að gera það og styðst þá talsvert við orðalag áðurnefndrar greinar minnar í Skímu án þess að vitna frekar til hennar. Við undirbúning nýrrar námskrár í íslensku hefur markmiðum hvers þáttar móðurmáls- kennslunnar verið skipt í færnimarkmið, þekk- ingarmarkmið og viðhorfsmarkmið. í skýrslu áðurnefnds forvinnuhóps eru skilgreind mark- mið af þessum flokkum fyrir alla sex þætti móðurmálskennslunnar og móðurmálsnáms- ins, þ.e. lestur, talað mál og framsögn, hlustun og áhorf, ritun, bókmenntir og málfræði. í heildstæðri móðurmálskennslu felst að reyna að láta þessa þætti fléttast saman eftir því sem kostur er. Þetta má t.d. skýra með því að ganga út frá málfræðiþættinum og skoða hvernig honum er ætlað að fléttast saman við aðra þætti. Meðal færnimarkmiða á málfræðisviðinu má telja að nemendur geti greint þau málfræði- atriði sem koma við sögu í umræðu um mál og notfært sér þau, t.d. í tengslum við notkun orðabóka, handbóka og kennslubóka, við um- ræðu um málfar, mállýskur, málsnið, málvönd- un, málsögu, talmál og ritmál, bókmenntir, stíl og stafsetningu. Til þekkingarmarkmiða telst það að nemendur kunni skil á helstu málfræði- hugtökum sem nýtast við umræðu um mál, málbeitingu og málanám, bæði móðurmál og erlend mál, talað mál og ritað. Það er sömuleið- is meðal þekkingarmarkmiða í málfræði að nemendur þekki og nái valdi á fjölbreyttum orðaforða og geri sér grein fyrir eðli mannlegs máls almennt og sérkennum íslensks nútíma- máls. Viðhorfsmarkmið á málfræðisviði eru m.a. þau að nemendur rækti með sér áhuga á móðurmálinu, öðlist trú á eigin málhæfni og geti beitt málinu sem best við ólíkar aðstæður og læri að meta góða málnotkun. Þessi markmið tengjast öll grunnhugmynd- inni um heildstæða móðurmálskennslu. Það er nefnilega ætlast til þess að menn kunni skil á tilteknum málfræðihugtökum (þekkingar- markmið) til þess að geta notfært sér þau (færnimarkmið) í tengslum við notkun hand- bóka, kennslubóka og alla umræðu um málfar, málanám, málnotkun og texta. Það er m.ö.o. ætlast til þess að nemendum séu kennd mál- fræðihugtök sem þeir hafa gagn af, hugtök sem eru notuð og nauðsynlegt er að nota í hvers konar umfjöllun um mál og texta. Það þýðir m.a. að það eiga að vera tengsl milli málfræði- kennslunnar og bókmenntakennslunnar og það á líka að kosta kapps um að tengja þann málfræðilærdóm sem miðlað er í móðurmáls- tímum við þau mállegu fyrirbæri sem koma til umræðu í kennslu erlendra mála, eftir því sem tilefni gefst til. Eitt af þekkingarmarkmiðum móðurmáls-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.