Mímir - 01.06.1998, Page 50

Mímir - 01.06.1998, Page 50
50 eitthvert kapp á að greina Gísla sögu í orð- flokka eða setningarhluta eða rekja orðsifjar allra torkennilegra orða sem þar kunna að koma fyrir. En þeir eiga að notfæra sér mál- fræðilega þekkingu nemendanna þar sem það getur orðið til skilningsauka á verkinu eða til þess að auka skilning nemendanna á mann- legu máli almennt og móðurmálinu sérstak- lega, meðal annars því sem greinir íslenskt nú- tímamál frá máli fornra texta. í lokin er nauðsynlegt að minna á að málin horfa svolítið öðruvísi við í framhaldsskóla en í grunnskóla. í framhaldsskóla hefur stundum verið fengist við býsna heildstæða móðurmáls- kennslu, þótt áfangakerfíð hafi haft nokkra til- hneigingu til að draga úr henni og leiða til sér- hæfðari bókmenntaáfanga og málfræðiáfanga án verulegra tengsla, eins og ég nefndi áðan. Auðvitað er eðlilegt að gefa nemendum á síð- ari árum framhaldsskóla kost á nokkurri sér- hæfingu í móðurmáli eftir áhugasviðum sín- um. Það gefur kennurum líka kost á því að kenna áfanga á sínu sérsviði þegar því er að skipta, t.d. valáfanga í bókmenntum þar sem mest áhersla er lögð á hreina bókmenntaum- íjöllun, eða sérstaka málfræðiáfanga þar sem áherslan er fyrst og fremst á málið sem við- fangsefni, kannski með samanburði móður- málsins við önnur mál eða frá einhverju öðru málvísindalegu sjónarhorni. En um flesta ís- lenskuáfanga í framhaldsskólum ætti þó að gilda að þar beri að forðast þá stífu aðgrein- ingu einstakra þátta móðurmálsins sem oft hefur leitt til gerilsneyddrar umfjöllunar um málfræði án tengsla við mál og málnotendur, eða þá til sértækrar umfjöllunar urn bókmennt- ir án hliðsjónar af máli. Þess vegna þurfa verð- andi framhaldsskólakennarar líka að kunna skil á því hvað felst í heildstæðri móðurmáls- kennslu. 4. Lokaorð í þessari grein hefur verið fjallað um menntun íslenskukennara, einkum þeirra sem sækja hana til Háskóla íslands, og leiðir til að bæta hana. í því efni var bent á tvennt sem ég tel að betur megi fara. í fyrsta lagi tel ég nauð- synlegt að auka sambandið milli lcennslufræði íslensku í kennslufræðináminu í Félagsvísinda- deild og þess sem fram fer í íslenskunáminu sjálfu í Háskólanum. í öðru lagi held ég að við sem skipuleggjum íslenskunámið við Háskól- ann eigum að gefa meiri gaum að þörfum verð- andi kennara. Liður í því gæti verið að efna til sérstaks námskeiðs í því að tengja fræðin við það sem er fjallað uffl eða á samkvæmt nám- skrá að fjalla um í móðurmálskennslunni í efstu bekkjum grunnskóla og í framhaldsskóla. í því efni er kannski einna brýnast þessi miss- erin að reyna að líta á efnið frá sjónarhóli heildstæðrar móðurmálskennslu sem nú er rnikið rætt um í umræðu um námskrá, fáir virð- ast gera sér grein fyrir í hverju geti falist og margir vantreysta sér til að leggja út í. Nem- endur eiga að gera kröfu til okkar kennaranna urn að við búum þá undir kennslu af þessu tagi. Bókaútgáfan Bjartur Bræðraborgarstíg 9 Sími: 562-1826 V J

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.