Mímir - 01.06.1998, Qupperneq 52
52
menntafræði og mætti halda því fram að bók-
menntaleg lausn skáldsagna Halldórs Laxness
sé þá engin lausn.
Það er nær sanni að lesandinn sé skilinn
eftir ráðvilltur,jafnvel hálfpirraður, reikandi um
á víðavangi ásamt aðalpersónum sögunnar:
Diljá á götum Rómar, Sölku Völku einni á bakk-
anum á Óseyri, Snæfríði ríðandi burt með hin-
um næstbesta sem hún vildi þó fyrir alla muni
ekki, Uglu með blóm í fangi á götum Reykja-
víkur, Bjarti í Sumarhúsum stumrandi yfir Ástu
Sóllilju á heiðinni, Ólafí Kárasyni á leið upp á
jökulinn, Þormóði kolbrúnarskáldi haltrandi
burt frá konunginum sem hann flytur ekki
gerplu sína þrátt fyrir að líf hans hafi haft það
eitt takmark, Umba villtum í leit að þjóðbraut.
Hver verða svo afdrif þessa fólks? Það vit-
um við ekki. Margir lesendur hafa sagt mér að
Ásta Sóllilja deyi á heiðinni og Ólafur Kárason
á jöklinum og þeir sem hafa lesið Fóstbræðra-
sögu vita ósköp vel að Þormóður kolbrúnar-
skáld mun falla á Stiklarstöðum. En skáklið skil-
ur við þau öll lifandi og ég er þess fullviss að
það sé engin tilviljun. Þrátt fyrir allt er jafnan
skilinn eftir örlítill efí, sögunni lýkur ekki á
endanlegan hátt með dauða hetjunnar heldur
eru lesendur jafnan skildir eftir með hann.
Skáldsögum Halldórs Laxness lýkur jafnan
utan dyra, á víðavangi, á bersvæði. Þó að Steinn
Elliði loki sig inni í hinni heilögu katólsku
kirkju með orðum um að maðurinn sé blekk-
ing er lesandinn skilinn eftir úti með Diljá.
Þannig eru sögulok Vefarans galopin og þetta á
við um meira og minna öll verk skáldsins. Les-
andinn verður sjálfur að ráða gáturnar og búa
til þá lausn sem honum hentar, ákveða hvort
Jón Hreggviðsson hefur drepið mann og
hvenær maður drepi mann. Þess vegna er al-
gengt að menn verði ekki á eitt sáttir um hver
sé lausn þessa eða hins skáldverks Halldórs.
Lausnin liggur ekki á lausu og því jafnvel gefið
undir fótinn að engin lausn sé til.'
Hin opnu sögulok eru eitt af höfundarein-
kennum Halldórs Laxness og ber að skilja í
samhengi við viðhorf hans til skáldskapar al-
mennt. Peter Elallberg hefur bent á að skáldið
haft párað á forsíðu að fyrstu bók sagnabálks
þess sem síðar varð Heimsljós: „He over-writes
and over-explaines.“4 Það var einmitt slíkt lof
sem Halldór Laxness vildi fyrir allan mun forð-
ast og hin opnu sögulok eru einn liður í þeirri
viðleitni. En þeir eru fleiri.
í Persónulegum minnisgreinum um skáld-
sögur kemst hann svo að orði:
Til að bæta fyrir smíðagalla og annað klastur sem orðið
hefur í samsetníngu sögunnar, tekur höfundur uppá að
þenja sig út með opinberum hugsjónabelgíngi, líklega til að
sanna yfirvöldunum að hann sé besti maður þó hann geti
ekki sagt sögu.... í miðri skáldsögu getur höfundurinn alt í
einu byrjað ritgerð eða farið að halda ræðu um sjálfvalið
efni, og aungan sakar, nema lesarinn verður þúngur fyrir
höfðinu, leggur frá sér bókina og fer að lúra.5
Þessi orð er rituð árið 1962. Upp úr 1960
fer einmitt að vaxa fiskur um hrygg kenning-
um í bókmenntafræði sem kallast viðtökufræði
(reception theory á ensku) en þar er lögð
áhersla á þátt lesandans (eða lesarans eins og
Halldór kallar hann) í túlkun skáldverka og
raunar allra texta. Listræn viðbrögð Halldórs
eru að opna verk sín enn frernur og koma
þannig til móts við lesarann. Hann er því enn
sem fyrr einna fyrstur íslendinga að bregðast
við nýjum hugmyndum í skáldskap eða heirn-
speki eða stjórnmálum en eins og jafnan á
eigin forsendum.
Sjálfur verður Halldór Laxness seint sakað-
ur um að reyna að hafa vit fyrir lesurum sín-
um. Lesarinn fær ekkert að vita, forvitni hans
er aldrei slökkt. Það er einmitt þessi skáldskap-
arstefna, að ætla lesaranum nokkurn hlut í
skáldverkinu, sem hefur gætt verk Halldórs
Laxness óvenju miklu lífi og hér verður næst
vikið að þeirri aðferð sem nýttist honum öðr-
um fremur til þess: aðferð þversagnarinnar.
Gott dæmi um hana hefur þegar komið hér
fram í þessum orðum Jóns Hreggviðssonar:
„Fari í helvíti sem ég drap mann. Og þó.“ Jón
neitar því að hafa drepið mann - og þó neitar
hann því ekki.