Mímir - 01.06.1998, Qupperneq 55
55
þessa stund, þennan stað, þetta umhverfi.
Benjamín notar það í neikvæðri merkingu en
sjálfum þykir mér þetta sérdeilis fallegt orð og
um leið viðeigandi um verk Halldórs Laxness.
Tíð Halldórs Laxness var 20. öldin. Hann
fæddist á öðru ári hennar og lést þegar aðeins
þrjú ár voru eftir. Skáldskapur hans er skáld-
skapur 20. aldar og til lítils að reyna að skilja
hann án þess að reynt sé að skilja öldina þeg-
ar hann var saminn. Hér er ég ekki að halda
fram að verk Halldórs Laxness séu „stundleg",
andstætt „eilífum" skáldverkum annarra. Ekk-
ert listaverk er hafið yfir stað og stund. Þau
eiga sér samhengi en þau skáldverk sem end-
ast best eru einmitt þau sem fanga samtíma
sinn og þversagnir hans á áhrifamestan hátt.
Skáldverk sem ekki snertir taug í samtímanum
úreldist og gleymist. Það sem ekki kemur sam-
tíðinni við mun ekki korna framtíðinni við.
Með orðum Hólmfríðar skáldkonu úr Heims-
ljósi:
Ef þér tekst að yrkja það í brjóst þjóðarinnar, þá er það
gott. ...Annar mælikvarði er ekki til.15
Þó að tíminn hafí kannski ekki alltaf viljað
tengja sig við Halldór Laxness, þá vildi Halldór
svo sannarlega tengja sig tímanum og gott bet-
ur, hann vildi gera 20. öldina að sinni. Og það
tókst ótrúlega vel.
Og um hvað snerist þessi öld skáldsins? Á
undan henni fóru 18. og 19. öld.Á þeirn öldurn
tileinkaði mannkynið sér nýja tækni og nýja
hugsun. Einkenni þessara alda var bjartsýni
sem stafaði af trú á tækni, vísindi og framfarir.
Vísindastefna þess tírna var pósitívismi sem í
felst m.a. að niðurstöður vísindanna geti verið
algildar og endanlegar. 18. og 19. öldinni heyra
til trú á eina „raunverulega mynd“ og einn
„sannleika" sem mannkynið nálgaðist óðfluga.
Þessi tíðarandi kemur hvergi betur fram en í
einkunnarorðum ólympíuleikanna hinna síðari
(sem eru aðeins sex árum eldri en Halldór Lax-
ness); citius, altius, fortius. Hraðar, hærra, sterk-
ar.
Á 20. öld kom brestur í framfaratrúna, rétt
eins og íslandsklukkuna í samnefndri sögu
Halldórs Laxness. Þegar Halldór var unglingur
stóð yfir í Evrópu tilgangslausasta blóðbað sem
menn höfðu kynnst þá: Heimsstyrjöldin fyrri.
Æsku Evrópu var slátrað án sýnilegs takmarks
eða ávinnings og enginn var samur maður eft-
ir í álfunni. Næsta áratug eftir blóðbaðið ferð-
ast Halldór Laxness um Evrópu sem enn er að
jafna sig eftir að líf hennar var eyðilagt en
stefnir hraðbyri að næsta áfalli. Fyrst heims-
kreppu en þá annarri heimsstyrjöld.
Það var kannski þess vegna að þversagnir
urðu tjáning 20. aldarinnar. Heimur sem einu
sinni var skiljanlegur í Ijósi Guðs, síðar í ljósi
mannsins, hætti að vera skiljanlegur. Bók-
menntir og listir 20. aldar einkennast því af
þversögnum. Á íslandi voru skáldin raunar
rnörg heldur sein til að taka þversagnir sem
eins konar hugmyndafræði í þjónustu sína.
Nema Halldór Laxness. Stundum hvarflar að
manni að þessi þrjú orð segi alla íslenska bók-
menntasögu 20. aldar: Nema Halldór Laxness.
Því að þetta skáld er sérstakt og sú sérstaða
felst ekki síst í að vera heimsborgari, skynja
hræringar í evrópskum bókmenntum og list-
um á undan öðrum og ekki síst í að átta sig á
því hvernig nota rná þversagnirnar til að skilja
samfélagið og lífíð og jafnvel til þess að breyta
því.
Halldór Laxness var svo sannarlega í takt
við erlenda samferðarmenn sína í skáldskap í
þessu sem öðru. Frá unga aldri var Halldór
heimsmaður og Evrópumaður. Það er ein þver-
sögnin enn að honurn tókst í senn að vera
mesti íslendingurinn og mesti heimsborgarinn
í hópi íslenskra skálda. Þess vegna er engan
veginn nóg að fjalla um Halldór Laxness í sam-
hengi íslenskrar bókmenntasögu eingöngu
eins og íslendingar hneigjast eðlilega til.
Þversagnir einkenna skáldskap margra
helstu rithöfunda 20. aldar í Evrópu sem voru
samtíða Halldóri Laxness. Þannig beittu Jaro-
slav Hasek, Bertolt Brecht, Samuel Beckett og
Eugene lonesco allir þversögnum til að skilja