Mímir - 01.06.1998, Page 56
56
samtíð sína og hafa áhrif á hana. Stundum eru
notuð hugtök á borð við tvísæi (íróníu) eða
margröddun um verk þessara skálda. Hvort-
tveggja hugtak á vel við um Halldór Laxness
einnig þó að ég hafi kosið hér að nefna þessa
vinnuaðferð og hugmyndafræði skáldsins
þversagnir eða „paradoxalist“ eins og hann
gerir sjálfur í æsku.
Á hinn bóginn voru þversagnir ekki jafn
áberandi í skáldskap 19. aldar þó að þar hafi
ýmsir glímt við þær, þar á meðal Lewis Carroll
sem var langt á undan samtíð sinni að þessu
leyti. Þegar ég les ódauðlegan texta hans í bók-
um sem þó eru iðulega settar niður sem barna-
bækur - en sem kunnugt er þykja barnabækur
ómerkastar bóka - hef ég oft hugsað: Þannig
skrifar ekki nokkur rnaður á íslandi. Nema
kannski Halldór Laxness. Því að Halldór tók sig
nógu alvarlega sem höfundur og skynjaði þver-
sagnir samtíðar sinnar nógu vel til að beita að-
ferðum sem sækja margt til orðræðu bullsins
(nonsense), arfleifðar Lewis Carroll.
Þversagnirnar eru því hvorki vísbending
um alvöruleysi né bull. Þvert á móti hafa þeir
höfundar sem hafa notað þær einna mest iðu-
lega tengst stjórnmálum og einkum róttækni
enda hef ég hér fært rök að því að á bak við
notkun þversagna sé róttæk hugmyndafræði,
andóf gegn viðurkenndum hugmyndum urn
skáldskap, fasta merkingu og alveldi höfundar-
ins. Það á ekki síst við um Halldór Laxness sem
var fremstur í flokki róttækra íslenskra rithöf-
unda á 20. öld og urn tíma einn helsti boðberi
kommúnismans á íslandi.
Ég nefni hér stjórnmálastarf Halldórs Lax-
ness. Hjá því verður ekki komist. Skáldverk
hans eru óskiljanleg nerna í ljósi róttækra
stjórnmálaskoðana hans. Þó að honum væri
ekkert fjær skapi en að afltenda mönnum á silf-
urfati lausnir á öllum vandamálum mannlegs
lífs leikur enginn efi á því að skáldskap hans er
ætlað að hafa áhrif í samfélaginu. í skáldverk-
um sínum tókst Halldór Laxness á við samfélag
sitt og drauma mannkynsins. Þversagnir hans
voru ekki flótti frá heiminum heldur leið til
skilnings á samfélaginu og vanda þess. Það
verður seint sagt um Halldór Laxness að hann
hafi verið „fjarverandi, annar staðar, á sínum
öðrum stað, í smiðju sinni“, eins og nú er sagt
að sagnaskáld eigi að vera.16 Paradoxalist hans
hefur vitaskuld gildi í sjálfti sér en mest er þó
um vert hvernig hún mótaðist af samtíðinni og
mótaði hana um leið.
Á hinn bóginn gerir hin róttæka hug-
myndafræði þversagnarinnar það að verkum
að oft er erfitt að festa hendur á Halldóri Lax-
ness. Sjálfur hefur hann gert mönnurn erfitt
fyrir að draga sig í dilka með því að segja fyrst
eitt, svo annað og allt stangast það á. Hann er
þar samkvæmur sjálfum sér. Hver sá sem leitar
að algildum og endanlegum stórasannleik í
verkum Halldórs Laxness stendur uppi eins og
Arnas Arnæus eftir ræðu Jóns Hreggviðssonar.
Hann fær ekki svar við því sem hann spyr um
en er þó einhverju nær, á einungis eftir að átta
sig á hvað það er.
Erindi flutt í fyrirlestraröð
um Halldór Laxness
á vegum Vöku-Helgafells
í Norræna húsinu 17. júlí 1997
1 Halldór Laxness.íslandsklukkan. [4.útg.] Rvík 1987,127.
2 „Listin að Ijúka sögu. Minnisgreinar um skáldskap Hall-
dórs Laxness.“ Tímarit Máls og menningar 48 (1987),
84-102.
3 Sjá nánar grein mína: „Listin að ljúka ekki sögu.“ Lesbók
Morgunblaðsins 30. maí 1998.
4 Peter Hallberg. „Huglægni og hlutlægni í stíl Italldórs Kilj-
ans Laxness." Skírnir 130 (1956), 9-50 (tilvitnun s. 35).
5 Halldór Laxness. „Persónulegar minnisgreinar um skáld-
sögur og leikrit. “ Uppbaf mannúðarstefnu. Ritgerðir.
Rvík 1965,67-79 (tilvitnun s. 74-75).
6 Halldór Kiljan Laxness. Brekkukotsannáll. Rvík 1957.
7 Benjamín H.J. Eiríksson í stormum sinna tíða. Hannes
Hólmsteinn Gissurarson skráði eftir sögn hans sjálfs. Rvík
1996,159.
8 Halldór Laxness. Sjömeistarasagan. Rvík 1978,225-26.
9 „Innan og utan við krosshliðið. Um íróníu í Brekku-
kotsannál Halldórs Laxness. “ Tímarit Máls og menningar