Mímir - 01.06.1998, Síða 58

Mímir - 01.06.1998, Síða 58
58 Örn Úlfar Sævarsson „Fyrst er að vilja; afgángurinn er tækni” Aðdragandi og eftirmál Kristnihalds undir Jökli Maður sem fer til tunglsins er í mínum augum skrímsli og ég er hrædtlur. Halldór Laxness Margir hafa skrifað skynsamlega um þróun verka Halldórs Laxness frá huglægum frásagn- arhætti til hlutlægs.1 Kristnihald undir Jökli er oft talinn nk. hápunktur hlutlægninnar, texti sem tekinn er beint niður af bandi o.s.frv. Hug- leiðingar um hlutlægan frásagnarhátt eiga sér þó afar djúpar rætur í höfundarverki Laxness. í Heimsljósi veltir sögumaður fyrir sér á írónísk- an hátt frásagnarhætti skáldsins Ólafs Kárason- ar við ritun „Þátta af einkennilegum mönn- um“: Kurteisi skáldsins gerði sér aungvan mannamun eftir stöðu, verknaði, útliti eða innræti, [...] Aldrei kom fyrir hann að hann hallaði á rnann í frásögn, aidrei feldi hann siðferði- legan dóm um verknað né verksfremjanda fremur en þegar Snorri Sturluson segir af störfum konunga eða ása. Þessi maður sem sjáifur gat ekki gert kvikindi mein, aldrei bar það við í þáttum hans að vart yrði hneykslunar á svokölluðum vondurn verkum; hann sagði frá aðeins vegna þess að hon- um þótti sögulegt. Hann hafði heldur ekki uppi skrumkend ummæli um svokölluð góðverk né uppbyggilegan hugsunar- hátt, og það var ekki til í ritum hans hrifníng af almennu sið- gæði né áróður fyrir algildri viðurkendri meðalhegðun: hin- um sígildu hugsjónum smælíngjans.2 Gegn þessu er teflt frásagnarhætti vinar Ólafs, hugsjónamannsins Arnar Úlfars, skálds- ins sem yrkir ekki. Skáldið hlustaði ekki með öllu annarshugar á þessa sögu, sem í munni Arnar Úlfars varð laung, fjölþætt og ris- mikil, einatt sögð með mjög lituðu orðavali og ýmsum hlið- arstökkum, bæði skýrgreiníngum, ályktunum og dómum, sem voru allfjarri hinum efnisfásta hlutlæga skoðunarhætti skáldsins.’ Augljóst er að sá frásagnarháttur sem er ríkjandi í Heimsljósi á meira skylt við þann sem Örn Úlfar iðkar en þann sem eignaður er Ólafi. Sögumaður verksins tekur sér það „hlið- arstökk“ að útlista frásagnarhætti skáldanna, „skýrgreina“ og felia um þá dóma. Það er hins vegar athyglisvert að Halldór Laxness tekur í næstu skáldsögu sinni upp frásagnarhátt sem líkist mjög þeim sem sögumaður Heimsljóss lýsir svo hæðnislega; og verður þá og þar eftir snar þáttur í verkum hans. En er hlutlægni Halldórs Laxness eins ein- ræktuð úr íslendingasögunum og menn hafa viljað vera láta? Rétt er að aðdáun Halldórs á Snorra er mikil og vaxandi frá upphafi fimmta áratugarins en þó ber að benda á að hliðstæð- ur við hlutlægnisstefnu Halldórs Laxness má ekki síður finna hjá Hemingway og Brecht, svo að einhverjir séu nefndir. ' „Skáldsagan leggur fyrir höfund sinn marg- ar gildrur,“ segir Halldór Laxness í Persónuleg- um minnisgreinum,5 Ein þeirra er sú freista höfundar til að belgja sig út í textanum ef hann lendir í vandræðum með efni sitt. Blása upp veðurlýsingar og sálarlífslýsingar sem standa í raun utan þess söguefnis sem á að vera í brennidepli. Sá höfundur sem leggur áherslu á hlutlægni í frásögninni gerir það ekki án erfíð- ismuna. Eilíflega sækir í texta hans furðuvera nokkur sem að mati Laxness er textanum sjálf- um til nokkurra trafala. Halldór stingur upp á því að þetta fyrirbæri sé nefnt Plús Ex.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.