Mímir - 01.06.1998, Qupperneq 58
58
Örn Úlfar Sævarsson
„Fyrst er að vilja;
afgángurinn er tækni”
Aðdragandi og eftirmál Kristnihalds undir Jökli
Maður sem fer til tunglsins er í mínum
augum skrímsli og ég er hrædtlur.
Halldór Laxness
Margir hafa skrifað skynsamlega um þróun
verka Halldórs Laxness frá huglægum frásagn-
arhætti til hlutlægs.1 Kristnihald undir Jökli er
oft talinn nk. hápunktur hlutlægninnar, texti
sem tekinn er beint niður af bandi o.s.frv. Hug-
leiðingar um hlutlægan frásagnarhátt eiga sér
þó afar djúpar rætur í höfundarverki Laxness. í
Heimsljósi veltir sögumaður fyrir sér á írónísk-
an hátt frásagnarhætti skáldsins Ólafs Kárason-
ar við ritun „Þátta af einkennilegum mönn-
um“:
Kurteisi skáldsins gerði sér aungvan mannamun eftir
stöðu, verknaði, útliti eða innræti, [...] Aldrei kom fyrir hann
að hann hallaði á rnann í frásögn, aidrei feldi hann siðferði-
legan dóm um verknað né verksfremjanda fremur en þegar
Snorri Sturluson segir af störfum konunga eða ása. Þessi
maður sem sjáifur gat ekki gert kvikindi mein, aldrei bar það
við í þáttum hans að vart yrði hneykslunar á svokölluðum
vondurn verkum; hann sagði frá aðeins vegna þess að hon-
um þótti sögulegt. Hann hafði heldur ekki uppi skrumkend
ummæli um svokölluð góðverk né uppbyggilegan hugsunar-
hátt, og það var ekki til í ritum hans hrifníng af almennu sið-
gæði né áróður fyrir algildri viðurkendri meðalhegðun: hin-
um sígildu hugsjónum smælíngjans.2
Gegn þessu er teflt frásagnarhætti vinar
Ólafs, hugsjónamannsins Arnar Úlfars, skálds-
ins sem yrkir ekki.
Skáldið hlustaði ekki með öllu annarshugar á þessa
sögu, sem í munni Arnar Úlfars varð laung, fjölþætt og ris-
mikil, einatt sögð með mjög lituðu orðavali og ýmsum hlið-
arstökkum, bæði skýrgreiníngum, ályktunum og dómum,
sem voru allfjarri hinum efnisfásta hlutlæga skoðunarhætti
skáldsins.’
Augljóst er að sá frásagnarháttur sem er
ríkjandi í Heimsljósi á meira skylt við þann
sem Örn Úlfar iðkar en þann sem eignaður er
Ólafi. Sögumaður verksins tekur sér það „hlið-
arstökk“ að útlista frásagnarhætti skáldanna,
„skýrgreina“ og felia um þá dóma. Það er hins
vegar athyglisvert að Halldór Laxness tekur í
næstu skáldsögu sinni upp frásagnarhátt sem
líkist mjög þeim sem sögumaður Heimsljóss
lýsir svo hæðnislega; og verður þá og þar eftir
snar þáttur í verkum hans.
En er hlutlægni Halldórs Laxness eins ein-
ræktuð úr íslendingasögunum og menn hafa
viljað vera láta? Rétt er að aðdáun Halldórs á
Snorra er mikil og vaxandi frá upphafi fimmta
áratugarins en þó ber að benda á að hliðstæð-
ur við hlutlægnisstefnu Halldórs Laxness má
ekki síður finna hjá Hemingway og Brecht, svo
að einhverjir séu nefndir. '
„Skáldsagan leggur fyrir höfund sinn marg-
ar gildrur,“ segir Halldór Laxness í Persónuleg-
um minnisgreinum,5 Ein þeirra er sú freista
höfundar til að belgja sig út í textanum ef hann
lendir í vandræðum með efni sitt. Blása upp
veðurlýsingar og sálarlífslýsingar sem standa í
raun utan þess söguefnis sem á að vera í
brennidepli. Sá höfundur sem leggur áherslu á
hlutlægni í frásögninni gerir það ekki án erfíð-
ismuna. Eilíflega sækir í texta hans furðuvera
nokkur sem að mati Laxness er textanum sjálf-
um til nokkurra trafala. Halldór stingur upp á
því að þetta fyrirbæri sé nefnt Plús Ex.