Mímir - 01.06.1998, Síða 64
64
innilegri en til stóð: „Það sem upphaflega var
faglegur áhugi á tilveru þeirra breyttist í inni-
lega og langvarandi vináttu. Vandamál þeirra
skiptu mig miklu máli og oft fannst mér eins
og ég þyrfti að líta eftir tveimur fjölskyldum.
Sánchez fjölskyldunni auk minnar eigin.“2-í
Lewis lítur ekki á sig sem höfund heldur
skrásetjara þótt fyrirvari sé hafður á um það að
viss höfundarþáttur er falinn í ritstýringu og
niðurskipun þeirra sagna sem liggja heildar-
verkinu til grundvallar. Hann vonar að þessi að-
ferð miðli þó þeirn skilningi sem mannfræð-
ingurinn upplifir á vettvangi í nánum sam-
skiptum við viðfangsefni sitt.
Við undirbúning útgáfu þessara viðtala hef ég þurrkað
út spurningar mínar. Ég hef valið, endurraðað og skipað efn-
inu í réttar ævisögur. Ef menn taka undir það álit Henry
James að lífið einkennist bæði af óreiðu og því að halda til
haga en listin snúist um mismunun og val þá er í þessum
ævisögum dálítið af hvoru tveggja, list og lífi.25
Það má telja dæmigert viðhorf frásagn-
arraunhyggjufólks að Lewis telur þetta ekki
rýra fræðilegt gildi skýrslu sinnar og til að
styrkja forsendur vísindalegs merkimiða verks-
ins tekur prófessorinn það fram að hann hafi
upphaflegu spólurnar tiltækar, hafi einhver
áhuga á að kynna sér þær frekar.26
Mannfræði og skáldskapur
Vangaveltur um mannfræðing að nafni Osc-
ar Lewis koma ekki óboðnar hingað í þessa rit-
gerð. Fullur hrifningar skrifar Halldór Laxness
greinina „Slammbyggja“ um rannsóknir Lewis
árið 1961.
Rannsóknaraðferð Mr. Lewis hlýtur að vera meiren lítið
nýmæliskend í mannfræði. Hún hlýtur að gera mönnum Ijós-
ari nauðsyn á frekari rannsókn eftir svipuðum leiðum, þar
sem ásigkomulag ólíkra sérhópa væri lagt undir smásjá vís-
indanna án fyrirframgerðrar teóríu.27
Það er áhugavert að Halldór talar sérstak-
lega um rannsóknaraðferð prófessorsins.
Skáldið er á vel þekktum slóðum eigin hug-
myndalegs kjölfestuleysis.
Það kemur upp úr dúrnum, að ef rannsóknarefnið er
fært úr kennisetníngunum áðuren byrjað er að kryfja það til
mergjar, þá verða rnargir „réttir“ hlutir, sjálfsannaðar greinar
og algild siðaboð að staðleysustöfum. Hver sem leggur við
eyra getur átt á hættu að forsendur bresti sem hann hefur
áður reist á niðurstöður um sálfræðileg siðfræðileg lögfræði-
leg og trúarleg efni; en opinber „lífsskoðun" hans fari út í
veður og vind.28
Lesendur Halldórs þekkja hér skáld sitt
sem hefur gengið úr einni lífskoðuninni í aðra
og nú þá að eigin sögn afneitað öllum í krafti
staðreynda og heilbrigðrar skynsemi (sem er
þá líklega enn ein kreddan eins og ég tel að
Kristnihaldið aihjúpi að nokkru leyti). Hug-
myndaleg kreddukerft eru villandýfölsun stað-
reynda.
Það er kunnara en frá þurfi að segja að klúbbar þeir sem
hafa tögl og hagldir í nútímaríkjum eru ævinlega tilbúnir að
skifta á heilbrigðri skynsemi fyrir alsherjarkenníngu sem ein-
hverjir galgopar hafa fundið upp á að kalla ídeólógíur en ein-
lægt er vant að kalla trúarbrögð, og tákna í rauninni afneitun
staðreynda vegna sannleikans. [...] Fátæktarbæli heyra undir
þær staðreyndir sem svona klúbbur á auðvelt með að kjafta
sig frá með heimspeki, ekki síst ef hann veit sig sterkan til
hernaðar.29
Halldór ber í kjölfarið saman skáldsögu
nokkra og verk Lewis.
Munurinn á Sjálfstæðu fólki og ritinu urn börn Sanchez
er þó kanski enn meiri í skráníngaraðferð en rannsóknarefn-
inu sjálfu. Sú bók sem fyr var nefnd leitast við að vera al-
menn í samantekt á fyrirferðarmiklu efni, sett upp í listrænt
form; hitt er upptaka staðreynda sem nýtísku vísindamaður
færist í fáng og vinnubrögð hjá honum gera þjóðfélagsskáld-
sögur að barnahjali: rannsóknarefnið er látið tala sig sjálft
upp á band. Vinnubrögð mannfræðíngs og sagnahöfundar
eru auk þess runnin af ólíkum rótum. Prófessorinn leitar
uppi hlutinn og leggur hann fram einsog efni standa til, þar
sem skáldsagnahöfundurinn er upptendraður af laungun til
að betrumbæta heiminn og hagar sér einsog hann væri að
flytja mál. Samt er ekki ólíklegt að verk prófessorsins sé jafn-
sterkt framlag, ef ekki sterkara, sem rökstuðníngur gegn fá-
tækt.30