Mímir - 01.06.1998, Síða 66

Mímir - 01.06.1998, Síða 66
66 held að gagnrýnin sé einnig innbyggð í heild- arformgerð skáldsögunnar. Ég vona einnig að þessi ritgerð leiði það í ljós að Gísli hafi ekki al- veg rétt fyrir sér þegar hann segir í bók sinni Textual life of the savants: „Sérhver tilraun til að skilja bókmenntalegt afrek Laxness, þar á meðal hvernig honum áskotnaðist sitt „mann- fræðilega" innsæi, leiðist eflaust út í þekkingar- fræðilegar ógöngur svipaðar þeim sem Umbi lenti í við vettvangsrannsókn sína undir Jökli.“36 Þjóðbrautin fundin? Mín skoðun er að sú heimsmynd sem Za- varzadeh telur forsendu ameríska dókúment- arismans kalli einnig fram Kristnihald undir Jökli.Aðferð dókúmentarismans opnar leið fyr- ir leikritunarlega aðferð í skáldsöguformi hjá Halldóri Laxness. Hvað sem allri mannfræði líður er hér að mínu rnati Ijóst sá merkimiði sem Peter Hallberg gefur verkinu, að það sé „smellið nútímaafbrigði hinnar innlendu frá- sagnarhefðar" er ekki í réttu sniði og skilgrein- ingin þröng.37 Halldór Laxness orðar þetta þannig á ein- um stað: „í skáldsögu teingjast hlutir eftir gild- um rökum, jafnvel lögmálum; annars verður eingin skáldsaga. í lífinu ríkir lögmál sem heit- ir stráið í vindinum. Fjarstæða er eingin til í líf- inu nema sönn saga.“38 Það er sama hvernig all- ar staðreyndir eru tíndar til. Þegar upp er stað- ið kann margt að vera satt en eðli hlutanna verður jafn mikill leyndardómur fyrir því. Ósagt er aðeins af því hvernig heimurinn snýst og strá- ið fýkur í vindinum og tönn fellur út af munninum og tveir fuglar seldir fýrir einn peníng og krukkan liggur brotin hjá vatnsbólinu, svo alt sé haft í sama orðinu, Konerne ved vand- posten og Predikarinn.35 Þótt erfitt sé að fullyrða um hvort Umbi hafi fundið þjóðbrautina aftur í Kristnihaldinu er ljóst að Halldór Laxness fann hana. Næsta skáldsaga á eftir Kristnihaldinu, Innansveitar- kronika, hefst einmitt við þjóðbrautina eins og til að undirstrika þetta: „Þegar þjóðhetja ís- lands og höfuðskáld hafði um skeið bygt haug sinn í Mosfellsdal nær þjóðbraut þar sem heit- ir í Tjaldanesi af því ferðamenn tjalda þar, þá kom kristni í landið.“ í0 Höfuðskáld íslands hef- ur lokið afplánun í sjálfskipaðri skáldsögulegri útlegð. Það er komið heim til sín. Nokkrar heimildir i Verk Halldórs Laxness Hús skáldsins. Helgafell. Reykjavík 1939. (Halldór Kiljan Laxness) Sjálfsagðir hlutir. Helgafell. Reykjavík 1946. (Halldór Kiljan Laxness) Dagur ísenn. Helgafell. Reykjavík 1955. (Halldór Kiljan Lax- ness) Skáldatími. Helgafell. Reykjavík 1963. XJpphaf mannúðarstefnu, Helgafell. Reykjavík 1965. Kristnihald undir Jökli. Helgafell. Reykjavík 1968. Innansveitarkronika. Helgafell. Reykjavík 1970. Ú'ngur eg var. Reykjavík 1976. Sjömeistarasagan. Vaka-Hclgafel I. Reykjavík 1978. Grikklandsáriö. Vaka-I Iclgafcll. Reykjavík 1980. „Eftirmáli“ við Vopnin kvödd. Ernest Hemingway. Halldór Laxness íslenskaði. Mál og menning.Reykjavík. 1987 (3. útg.ýbls. 321-324. n Aðrar heimildir Astráður Eysteinsson: 1988. „Hvað er póst-módernismi? Hvernig er byggt á rústum“. Tímarit Máls og menning- ar 4. bls. 425-454. Ástráður Eysteinsson: 1993. „í fuglabjargi skáldsögunnar". Halldórsstefna. Ritstj. Elín Bára Magnúsdóttir og Úlfar Bragason. Stofnun Sigurðar Nordals. Reykjavík. Barthes, Roland: 1991. „Dauði höfundarins". Kristxn Birgis- dóttir og Kristín Viðarsdóttir þýddu. Spor í bókmennta- fræði 20.aldar. Bókmenntafræðistofnun Háskóla íslands. Reykjavík. Gísli Pálsson: 1993. „Hið íslamska bókmenntafélag“. Hall- dórsstefna. Ritstj. Elín Bára Magnúsdóttir og Úlfar Braga- son. Stofnun Sigurðar Nordals. Reykjavík. Gísli Pálsson: 1995. The textual life ofthe savants. Harwood Academic. Chur, Sviss. Hallberg, Peter: 1969- „Kristnihald undir Jökli“. þýðandi Njörður P Njarðvík, Skírnir, 143. ár. bls. 89- Hallberg, Peter: 1975. Halldór Laxness. Njörður P Njarðvík þýddi. Hið íslenska bókmenntafélag. Reykjavík.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.