Mímir - 01.06.1998, Page 66

Mímir - 01.06.1998, Page 66
66 held að gagnrýnin sé einnig innbyggð í heild- arformgerð skáldsögunnar. Ég vona einnig að þessi ritgerð leiði það í ljós að Gísli hafi ekki al- veg rétt fyrir sér þegar hann segir í bók sinni Textual life of the savants: „Sérhver tilraun til að skilja bókmenntalegt afrek Laxness, þar á meðal hvernig honum áskotnaðist sitt „mann- fræðilega" innsæi, leiðist eflaust út í þekkingar- fræðilegar ógöngur svipaðar þeim sem Umbi lenti í við vettvangsrannsókn sína undir Jökli.“36 Þjóðbrautin fundin? Mín skoðun er að sú heimsmynd sem Za- varzadeh telur forsendu ameríska dókúment- arismans kalli einnig fram Kristnihald undir Jökli.Aðferð dókúmentarismans opnar leið fyr- ir leikritunarlega aðferð í skáldsöguformi hjá Halldóri Laxness. Hvað sem allri mannfræði líður er hér að mínu rnati Ijóst sá merkimiði sem Peter Hallberg gefur verkinu, að það sé „smellið nútímaafbrigði hinnar innlendu frá- sagnarhefðar" er ekki í réttu sniði og skilgrein- ingin þröng.37 Halldór Laxness orðar þetta þannig á ein- um stað: „í skáldsögu teingjast hlutir eftir gild- um rökum, jafnvel lögmálum; annars verður eingin skáldsaga. í lífinu ríkir lögmál sem heit- ir stráið í vindinum. Fjarstæða er eingin til í líf- inu nema sönn saga.“38 Það er sama hvernig all- ar staðreyndir eru tíndar til. Þegar upp er stað- ið kann margt að vera satt en eðli hlutanna verður jafn mikill leyndardómur fyrir því. Ósagt er aðeins af því hvernig heimurinn snýst og strá- ið fýkur í vindinum og tönn fellur út af munninum og tveir fuglar seldir fýrir einn peníng og krukkan liggur brotin hjá vatnsbólinu, svo alt sé haft í sama orðinu, Konerne ved vand- posten og Predikarinn.35 Þótt erfitt sé að fullyrða um hvort Umbi hafi fundið þjóðbrautina aftur í Kristnihaldinu er ljóst að Halldór Laxness fann hana. Næsta skáldsaga á eftir Kristnihaldinu, Innansveitar- kronika, hefst einmitt við þjóðbrautina eins og til að undirstrika þetta: „Þegar þjóðhetja ís- lands og höfuðskáld hafði um skeið bygt haug sinn í Mosfellsdal nær þjóðbraut þar sem heit- ir í Tjaldanesi af því ferðamenn tjalda þar, þá kom kristni í landið.“ í0 Höfuðskáld íslands hef- ur lokið afplánun í sjálfskipaðri skáldsögulegri útlegð. Það er komið heim til sín. Nokkrar heimildir i Verk Halldórs Laxness Hús skáldsins. Helgafell. Reykjavík 1939. (Halldór Kiljan Laxness) Sjálfsagðir hlutir. Helgafell. Reykjavík 1946. (Halldór Kiljan Laxness) Dagur ísenn. Helgafell. Reykjavík 1955. (Halldór Kiljan Lax- ness) Skáldatími. Helgafell. Reykjavík 1963. XJpphaf mannúðarstefnu, Helgafell. Reykjavík 1965. Kristnihald undir Jökli. Helgafell. Reykjavík 1968. Innansveitarkronika. Helgafell. Reykjavík 1970. Ú'ngur eg var. Reykjavík 1976. Sjömeistarasagan. Vaka-Hclgafel I. Reykjavík 1978. Grikklandsáriö. Vaka-I Iclgafcll. Reykjavík 1980. „Eftirmáli“ við Vopnin kvödd. Ernest Hemingway. Halldór Laxness íslenskaði. Mál og menning.Reykjavík. 1987 (3. útg.ýbls. 321-324. n Aðrar heimildir Astráður Eysteinsson: 1988. „Hvað er póst-módernismi? Hvernig er byggt á rústum“. Tímarit Máls og menning- ar 4. bls. 425-454. Ástráður Eysteinsson: 1993. „í fuglabjargi skáldsögunnar". Halldórsstefna. Ritstj. Elín Bára Magnúsdóttir og Úlfar Bragason. Stofnun Sigurðar Nordals. Reykjavík. Barthes, Roland: 1991. „Dauði höfundarins". Kristxn Birgis- dóttir og Kristín Viðarsdóttir þýddu. Spor í bókmennta- fræði 20.aldar. Bókmenntafræðistofnun Háskóla íslands. Reykjavík. Gísli Pálsson: 1993. „Hið íslamska bókmenntafélag“. Hall- dórsstefna. Ritstj. Elín Bára Magnúsdóttir og Úlfar Braga- son. Stofnun Sigurðar Nordals. Reykjavík. Gísli Pálsson: 1995. The textual life ofthe savants. Harwood Academic. Chur, Sviss. Hallberg, Peter: 1969- „Kristnihald undir Jökli“. þýðandi Njörður P Njarðvík, Skírnir, 143. ár. bls. 89- Hallberg, Peter: 1975. Halldór Laxness. Njörður P Njarðvík þýddi. Hið íslenska bókmenntafélag. Reykjavík.

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.