Mímir - 01.06.1998, Side 71

Mímir - 01.06.1998, Side 71
71 Mér sýnist nefnilega margt benda til þess að á þessum sviðum liggi mestu atvinnumögu- leikarnir á næstunni. Hin svokallaða upplýs- ingabylting hefur nefnilega aukið vægi tungu- málsins á ýmsum sviðum. Nú byggist allt á því að afla upplýsinga fljótt og vel, og rniðla þeim þangað sem þarf; og þessar upplýsingar eru yf- irleitt á einhverju tungumáli. Aukið alþjóðlegt samstarf hefur líka leitt til stóraukinna sam- skipta fólks sem ekki talar sama tungumál; og tölvutæknin gegnir stóru hlutverki í því að draga úr þeim erfíðleikum sem þessu eru sam- fara. Þess vegna eru líkur á að á næstunni auk- ist eftirspurn eftir fólki með menntun í ís- lenskri málfræði, sem hefur fengið þjálfun í því að beita tölvutækni við greiningu málsins eða búa málfræðileg gögn til vinnslu í tölvurn. Ef við sjáum fólki ekki fyrir slíkri menntun er hætta á að nemendum í íslensku fækki, og þá fer auðvitað að hitna undir okkur kennurun- um. Námskeiðið Tölvur, tölur og texti (http:// www.hi.is/~eirikur/ttt.html) sem kennt var á BA-stigi í íslensku vorið 1998 var tilraun til að klóra ofurlítið í bakkann á þessu sviði (og bjarga eigin skinni í leiðinni). Markmið þess var „að benda nemendum á hvernig nýta má tölvutæka texta til ýmiss kon- ar málfræðilegra og bókmenntalegra rann- sókna“, auk þess sem skoðuð voru „ýmis forrit til textarannsókna og nemendur þjálfaðir í notkun þeirra“. Þetta var því fyrst og fremst kynning, en eiginleg kennsla í máltölvun fór ekki fram á námskeiðinu. Það er hins vegar mikilvægt að mínu mati að unnt verði að koma slíkri kennslu á og byggja hana upp á næstu árum. Nauðsynlegt er að fólk með góða undir- stöðuþekkingu á íslensku máli og málkerfi fá- ist til að sinna þeim verkefnum sem vonandi verður unnið að á sviði tungutækni í framtíð- inni. Sterkur leikur á öllum sviðum mM ÞJOÐLEIKHUSIÐ

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.