Mímir - 01.06.1998, Síða 76
76
Þriðja erindið lokar síðan þessum upphafs-
kafla með því að sama orðalagið er endurtekið
en merkingunni er snúið við. Meyjarnar sem
komu í upphafserindinu vilja nú fara:
Meyjar fýstust
á myrkvan við,
alvitur ungar,
örlög drýgja. (3/7-10)11
Næstu þrjú erindi segja frá því hvernig
bræðurnir brugðust við er þeir komu heim og
urðu þess varir að eiginkonurnar voru horfnar.
í sjöunda erindi breytist svo sögusviðið er Níð-
uður Njára drottinn kemur til sögunnar og
sendir menn til þess að fanga Völund. Það eru
því þessi sex íyrstu erindi sem skoða þarf sér-
staklega til að fræðast um eiginkonurVölundar
og bræðra hans.
í lausamálskaflanum á undan kviðunni
kemur lítið annað fram en það sem lesa má út
úr kvæðinu. Sá, sem lausa málið ritar, bætir þó
við efnið að því leyti að hann setur ríki Níðað-
ar niður í Svíþjóð og segirVölund og þá bræð-
ur vera syni Finnakonungs. Þarna eru svana-
meyjarnar einnig nafngreindar og ættfærðar.
Ritarinn hefur þekkt hina hefðbundnu svana-
meyjasögn því hann segir: „þar vóru hjá þeim
álftarhamir þeirra.“12
Þetta er eini staðurinn þar sem álftarhamir
eru nefndir, þeir eru hvergi nefndir í kvæðinu
sjálfu. Hér eru meyjarnar einnig sagðar vera
valkyrjur og ástæða brottfarar þeirra sögð vera
sú að þær flugu að vitja víga. Hér koma því
frarn hugmyndir norrænna manna um valkyrj-
ur eins og áður var talað um. Það er ekkert
skrítið að þessi hugmynd komi fram því að
meyjarnar suðrænu í Völundarkviðu líkjast á
margan hátt valkyrjunum í Helgakviðunum
og í Sigurdrífumálum. Þær haga sér eins að
því leyti að þær velja sér sjálfar þá menn sem
þær vilja og einnig líkjast þær valkyrjum að því
leyti að þær geta hafið sig til flugs.
Ef ályktað er sem svo að í Völundarkviðu
sé urn að ræða þetta þekkta minni um svana-
meyjarnar kemur það fram með nokkuð öðr-
um hætti en annars staðar. í kvæðinu sjálfu er
hvergi minnst á að meyjarnar hafi farið úr álft-
arham.Það eina sem tengir meyjarnar við svani
eru vísuorðin:
Önnur var Svanhvít,
svanfjaðrar dró. (2/5-6) 13
Nafnið Svanhvít tengir meyna auðvitað
svönum. Vísuorðið svanfjaðrar dró tengir
Svanhvíti síðan svansfjöðrum. Jón Helgason
tengir orðið dró þýsku sögninni tragen, þ.e. að
vera í einhverju.14 Aftur á móti tengir Ursula
Dronke þetta orðasambandinu að draga yfir,
hún vill bæta inn í um Slagfinn til þess að fá
betri merkingu í vísuna.15 Þá merkja þessi vísu-
orð það að Svanhvít hafi lagt svanavængi um
Slagfinn eins og hinar meyjarnar virðast líka
hafa gert við sína menn þegar þær nema að
verja þá. Það kemur hvergi fram að mennirnir
hafi rænt einhverju frá þeim.
í írsku sögunniAislinge Óengusö (Draumur
Óengus) er að finna annað afbrigði svana-
meyjaminnisins. Þar segir frá elskendunum
Caer og Óengus. Caer er í svanslíki annað árið
en í konulíki hitt. Þegar Óengus fer niður að
vatnsbakkanum og kallar á svaninn kemur
hann. Þau sofa síðan sarnan í svanslíki og vefja
svanavængjunum hvort utan um annað.lf’ Hér
kemur fram mynd af draumkenndu ástarsam-
bandi sem kemur betur heim við fyrsta erindi
Völundarkviðu en sú hugmynd að til hjóna-
banda bræðranna hafi verið stofnað með því
að þvinga meyjarnar til samneytis við þá. Les-
andi kvæðisins fær hvergi þá tilfinningu að
mennirnir séu að ræna konurnar einhverju og
þröngva vilja sínum upp á þær. Það er frekar að
þær verji þá á sama hátt og valkyrjur verja þá
menn sem þær kjósa að fylgja.
Þar sem bræðurnir stela ekki hamnum frá
meyjunum er ekki hægt að finna orsök brott-
farar þeirra í því að þær finna hami sína. Með-
an konurnar eru ánægðar í hjónabandinu lang-
ar þær ekki burtu. Þær eru samt ekki eingöngu
konur, þær eru svanir líka og svanir eru farfugl-