Mímir - 01.06.1998, Side 79

Mímir - 01.06.1998, Side 79
Ljóðasamkeppni Mímis 1998 79 Síðastliðinn vetur gekkst ritnefnd Mímis íyrir ljóðasamkeppni í samvinnu við Mál og menn- ingu og Loftkastalann. Dómarar voru Sveinn Yngvi Egilsson, bókmenntafræðingur og skáld, Sigþrúður Gunnarsdóttir, MA-nemi, og Védís Skarphéðinsdóttir, íslenskufræðingur (f.h. Máls og menningar). Þátttaka var með ágætum en þó var talsvert um það að nemendur sendu inn fleiri en eitt ljóð, já og fleiri en tvö... Ritnefnd Mímis vill hér með þakka öllum þeim sem hlut áttu að máli, þ.e.a.s. þátttakendum, dómurum, Máli og menningu og Loftkastalanum. Verðlaun voru ekki af verri endanum og má nefna að sigurvegarinn fékk heildarsafn ljóða Tómasar Guðmundssonar en nýverið kom út hjá Máli og menningu 2. útgáfa þessarar glæsilegu bókar. Ritnefnd valdi síðan ljóðakverið Gullregn, sem hefur að geyma ljóð eftir konur en það þótti viðeigandi þar sem þátttakendur voru að þessu sinni allir karlkyns. Úrslitin voru kunngerð í apríl á aðalfundi fé- lagsins í húsakynnum Stúdentakjallarans. Sig- þrúður Gunnarsdóttir var málsvari dómnefndar og tilkynnti úrslitin. Dómnefnd kvað tvö ljóð bera af að þessu sinni og því var ákveðið að veita eingöngu verðlaun fyrir fyrsta og annað sætið en þau voru sem hér segir: 1. verðlaun; heildarsafn ljóða Tómasar Guð- mundssonar og gjafabréf fyrir tvo í Loftkastal- ann, hlaut Hafþór Ragnarsson fyrir ljóðið Smíðavöllur. 2. verðlaun; ljóðakverið Gullregn, úr ástarljóð- um íslenskra kvenna, og gjafabréf fyrir tvo í Loft- kastlann hlaut Hafþór Ragnarsson fyrir Ijóðið Hvalrekl. Að lokum má geta þess að Hafþór Ragnars- son hefur nú gefið út sína fyrstu ljóðabók, Orðin tóm. Bókin hefur að geyma yfir þrjátíu ljóð og þar má meðal annars frnna verðlaunaljóðin tvö. Ritnefnd óskar vinningshafa til hamingju með sigurinn og nýju bókina. Hafþór Ragnarsson Smíðavöllur Einn veðurdag hættu ævintýrin að vera bara eitthvað í bókum. Smávaxnir bleikir indjánar æddu gólandi um mannlaust þorpið og eirðu engu uppistandandi í sæluvímu sem aðeins skemmdarvargar þekkja. Líklega voru íbúarnir í mat hjá mömmu sinni meðan þorpið þeirra var eyðilagt i taumlausri nautn. Indjánarnir voru langt komnir með að kveikja í húsi höföingjans, með sænskum þriggja stjörnu eldspýtum (af flmm mögulegum), þegar hann stóð allt í einu sigurviss á bakvið þá með þung brýndasta pabba í heimi í sínu liði og þó þá hafl aldrei borið eins hratt yflr varð siminn á undan þeim heim. Næstu daga unnu indjánarnir að uppbyggingu dreyrrauðir og með skýjaða samvisku. Hvalreki Brjótið þið bárur bláan hval á sandi.

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.