Mímir - 01.06.1998, Side 82

Mímir - 01.06.1998, Side 82
82 tíð í samvinnu við sagnfræðinema og bókmennta- fræðinema. Gerðist þetta föstudaginn 27. febrúar í Þórshöll í Brautarholti. Talið er að á fimmta tug ís- lenskunema hafl mætt og þykir það þó nokkuð all- verulega góð mæting (þess má geta að auk þessa fjölda íslenskunema mætti smá hópur sagnfræði-, bók- menntafræði- og heimspekinema). Hljómsveitin Skýjum ofar lék fyrir dansi og hélt mannskapnum í miklu stuði. Veislustjóri var Halldór Guðmundsson, útgáfustjóri Máls og menningar, og heiðursgestur okkar íslenskunema var Vésteinn Óla- son sem skemmti gestum konunglega með skemmti- sögum.Vítanefnd var skipuð þeim Ásdísi Arnalds, Lauf- eyju Leifsdóttur og Arnóri Haukssyni og gáfu þau upp afrakstur þrotlausrar vinnu sinnar og víttu menn og konur á báða bóga. Þótti öllum (eða að minnsta kosti flestum) Þorrablót 1998 vel til takast og mæla með að slíkur atburður verði endurtekinn að ári. Skal nú vikið að hinni árlegu sumarbústaðarferð sem farin var nú fyrsta árið í röð. Ritari Mímis og blaðafulltrúi svo og óháður blaðamaður Ratatosks var á staðnum og sá um að rita ferðasögu sem brot birtist úr í 6. tölublaði jiessa árgangs af Ratatoski. Skal stikfað hér á risastóru úr sögu þeirri: Já, var farin ofangreind ferð laugardaginn 27. mars.Var þar margt til gamans gert. Lagt var af stað frá Árnagarði í langferðabíl. Forseti rúturáðs Mímis, ung- frú María Sæmundsdóttir, sá um aksturinn. Ferðalang- ar voru nítján fallegar persónur sem sækja nám stíft í Árnagarði, nema þrjár konur. Keyrt var í austurátt en bústaðurinn var (og er sjálfsagt enn) rétt austan við Árnagarð, nánar tiltekið rétt hjá Flúðum. Nátthagi heit- ir húsið og ber nafn með rentu. Sumarbústaðarferðar- farar þeir sem í sumarbústaðarferðinni voru, voru komnir í sumarbústað þann er ferðinni var heitið í um klukkan einhverntíma eftir hádegi. Gerðu menn sér lítið fyrir, fyrir utan tvær, að fara GANGANDI upp á fjall sem kennt er við fell, nánar tiltekið Miðfell. Hinn fríði flokkur fótfrárra manna og kvenna fór sem sagt upp á fjallið og fór svo niður af því stuttu seinna. Fjall- gönguferð þessi var undir traustri handleiðslu sérlegs fulltrúa fararstjóraráðs Mímis, Elínar Unu. Stuttu síðar var farin skoðunarferð um Flúðir og heimamenn skoð- aðir í návígi. Var gert rækilegt stans á bæ einum þar sem sérlegur fulltrúi fararstjóraráðs Mímis (Elín Una) virðist uppalinn. Voru þar étnar og drukknar veigar að hætti heimamanna; kaffi-eitthvaðtorkennilegtogrót- sterkt-pönnukökur. Svo var keyrt (þar sem forseti rútubílaráðs sat enn við stýrið) aftur í Nátthaga þar sem grillnefnd (3 embætti) hófst þegar handa við geggjaða grillun á polsum. Á þeim tímapunkti var orð- ið afar heitt í kolunum og uppfrá því leystist ferðin upp í almenna skemmtun og stuð og drykkjunefnd tók fljótlega við. Er það mat manna að drykkjunefnd hafl staðið sig einna best af þeim nefndum sem stóðu að ferðinni. Undir kröftugum gítarleik hirðgítarleikara sungu ferðalangar sig inn í hjörtu hver annars og voru menn svo söngglaðir að gítargutti (mjög nýskipað embætti) þurfti um tíma að hlaupa í skarðið fyrir hirð- gítarleikara. Skemmtinefnd stóð fyrir skemmtikvöldi þar sem sumarbústaðarferðarförum gafst tækifæri á að skemmta samferðamönnum sínum. Komu fram hokkr- ir kraptar sem vöktu niikla kátínu hjá hópnum og þykja menn hafa tvíeflst í drykkjunni uppfrá því. Hélt gleðin áfram fram eftir nóttu og upp undir morgun. Ekki má láta hjá líða að geta þess að heitur pottur (sem sumum fannst of heitur, en öðrum ekki nógu heitur eða með öðrum orðum full kaldur) lá upp að bústaðnum og á tímabili er talið að allir ferðalangar hafi setið pottinn (utan einn). Fegurðarráð stóð fyrir fegurðarsamkeppni og var íslenskuneminn fyiTver- andi, Sigríður Harpa, kjörin Miss Hot Pot 98 (Því má bæta við þetta að í kjölfar titilsins hefur Sigríður ný- lega flutt út til Englands til að gera garðinn frægan. Er það von stjórnarmeðlima að hún snúi heim með fleiri Hot Pot titla). Svo á sunnudagsmorgni var vaknað óvenju snemma þar sem þrifaráð sá um sitt og svo ók rúturáð okkur heim (að Árnagarði). Þar með líkur sögu þessari.“ Aðalfundur Mímis var haldinn í Stúdentakjallaran- um |)ann 17.apríl og mættu jxmgað 16 Mímisliðar auk nokkurra áheyrenda. Margt var gert á fundinum. Ekki verður rakið hér nákvæmlega hvað rætt var á þeim fundi en er áhugasömum bent á að nálgast fundargerð hjá ritara Mímis. Síðasta verk stjórnar var svo vorferð sem farið var í að loknum prófum þann 16. maí.Að þessu sinni var farið á Reykjanes og var fararstjóri Kristján Árnason. Þótti ferðin ágæt en ekki til frásögu færandi. í byrjun vetrar var Ijóst að íslenskunemar myndu missa hið sérsniðna drykkjuhús sitt,Torfbæ. Hamlaði það mjög skemmtistarfsemi þetta árið og er það ástæða þess að spilakvöld í vetur voru svo fá sem þyk- ir. Er útséð um það að Mímir fái aftur þetta hús í sinn hóp svo að lengi vel var útlitið svart. En á vordögum barst orðrómur um að bráðlega gæfist nemendafélög- um í Háskólanum kostur á aðstöðu á annari hæð í húsi því sem lengi var kennt við Jón Loftsson og hýsir nú stórmarkaðinn Nóatún. Hefur joví birt yfír framtíðinni og gæti farið svo að á næsta vetri stórbatni skemmt- anahald hjá Mími. En sjáum til! Skal nú settur niður punktur.

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.