Mímir - 01.06.1998, Side 84

Mímir - 01.06.1998, Side 84
SAMRÆÐUR VIÐ SÖGUÖLD Frásagnarlist íslendinga og fortíðarmynd eftir dr. Véstein Ólason prófessor Samræður eru viðfangsefni bókarinnar í tvennum skilningi. í fyrsta lagi er því haldið fram að íslendingasögur séu samræður höfundanna við fortíð sína, samræður miðalda við söguöld eða víkingaöld, leit sagnamannanna að skilningi á heimi fyrri tíma og þar með sjálfum sér. í öðru lagi er fjallað um samræður nútímalesenda við fortíðina og tilraunir þeirra til að taka þátt í orðaskiptum þeirra eldri frá sínu eigin sjónarmiði. Bókin kemur einnig út á ensku undir titlinum Dialogues with the viking age. HETJAN OG HÖFUNDURINN eftir Jón Karl Helgason í þessari bók er fjallað um viðhorf íslensku þjóðarinnar til íslendingasagna, einkum vaxandi áhuga fólks á Njáls sögu sem listaverki mikilhæfs en óþekkts höfundar. Höfundurinn tengir hér saman menningarsögulega þætti úr mörgum og gjörólíkum áttum og lítur þá frá nýju og jafnframt bráðskemmtilegu sjónarhorni.Að baki býr löngun til að skilja betur glímu okkar íslendinga, fyrr og nú, við brothætta sjálfsmynd okkar.

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.