Nýir pennar - 15.04.1947, Blaðsíða 24

Nýir pennar - 15.04.1947, Blaðsíða 24
Sennilega er það tilviljun, að Móðirin í dalnum, birt í Eim- reiðinni snemma á stríðsárum, var einna fyrsta kvæðið, sem landsmenn tóku eftir frá Heið- reki. Svo ólíkt er það Ekkjunni við ána, að enginn sér skyld- leik, þótt viðfangsefnin séu nærri söm. Þetta er eitt dæmið um það, hve sérkennilegir og ólíkir þeir eru, feðgarnir, en minnir á hitt um leið, að kvæð- um Heiðreks ættu menn að taka eftir, áður en hann er orðinn gamall. Haustljóð Heiðreks, sem hér birtist (bls. 18), ségir dæmisögu, sem mér finnst mætti heimfæra til íslenzkra skáldætta og skáld- menntar. Þær skjóta brum- knöppum í sífellu í stað þeirra, sem á hausti dóu, og úr ein- hverjum brumknappanna koma án efa hin stærstu og fegurstu blóm. Og vissulega trúi ég því, að síðar eignumst við mikilhæf- ari ljóðhöfunda en Heiðrekur og önnur núlifandi skáld okkar eru. Vaxtarþrá andans kann sér ekki takmörk, sem betur fer, og leit- ar, unz hún finnur. Stefnuskráin í Arfi öreigans að líta lífið björtum augum, til þess að vaxtarþrár njóti, er miklu stórfenglegri öreigaarfur en menn vita, nema þeir lesi og skilji Kveðju m-eir en á yfir- borði. Hið ytra skýringartákn yfir skilnaði stórhuga föður og sonar er þar sumardýrð yfir Skjálfanda bláum og gullstöfuð- um og dalnum nýlaufguðum, dýrð þess vors, sem Kveðja seg- ir, að gróið hafði undir ískufli: Sindrar um hafið sólmánaðar- eldur. Sveitin þín, faðir, skrýðist glæst- um hjúp. Tjaldar hún öllu, er hinzta sinn þú heldur heiman — og leggur á hið bláa djúp. Hið innra sálfræðitákn er líka éldur, sá er kvikar undir klaka- skel og nærir vor í brjósti sonar eftir föður: Undir þeim kufli óx og greri vor- ið. Eldurinn kvikur þér í brjósti lá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýir pennar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýir pennar
https://timarit.is/publication/1954

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.