Nýir pennar - 15.04.1947, Blaðsíða 59

Nýir pennar - 15.04.1947, Blaðsíða 59
Frost harðnaði, og hann rúði sig inn að skyrtunni til þess að dúða hana fyrir kali, já, gekk berfættur að kalla. Það greip hana ótti við að verða úti, en hann reyndi að eyða óttanum með uppgerðar- spaugsyrðum — bjóst við að verða að grafa sig í fönn eða að láta fenna yfir þau. Loks heyrðu þau nið mikinn og runnu á hljóðið. Þau bar að fljóti, og á fljótsbakkanum andspænis blasti við fjár- hús nokkurt. Ekki könnuðust þau við sig, en yfir urðu þau að komast. Fljótið var með grunnstingli og bólgið af krapa, tók hon- um í hendur, og hann óð með hana yfir á háhesti. \ fjárhúsinu var þægilegur ylur og þefur af fjölda sauða. Hann handsamaði einn sauðinn og þreifaði á markinu í dimmunni: „Fari það nú í heitasta helvíti. Við erum reyndar í sauðahúsinu hans Jóns ríka á Brekku. Sauðirnir eru allir frá honum — og vini hans, — sem á markið þrírifað og þrístíft og þrettán rifur ofan í hvatt!“ gall hann við. Þá tók hún að gráta. „Hef ég gert þér nokkuð?“ spurði hann. „Nei, ég ann þér eins og lífinu í brjóstinu á mér“, anzaði hún, „— en — en — en heldurðu, að hann — það — á Brekku hljóti endilega að vera slæmt, þótt það— sé — sé —• ríkt?“ Hann þagði, bjó um hana í þurru heyi í kumlinu. En ekki hætti hún að gráta. Hann skildi ekkert í þessum gráti. „Þú þarft ekki að hugsa, að þú náir í villifé í skóginum til þess að koma þér upp fjárstofni, ef þú fengir jarðnæði“, sagði hún kjökrandi. Hvílíkt flagð! Þá var hún að hugsa um auðinn og einkasoninn á Brekku, sem hún át'ti víst kost á að fá. Og þó sagðist hún unna honum sem lífinu í brjósti sér. Þessu um villiféð hafði hann kastað fram einhvern tíma meira í gamni en alvöru. Hún hafði alltaf verið fyrir að berast á. Hann hafði gefið henni forkunnar fagrar upphlutsmillur, festar, hringa, kapsel — og krystal til að spá í. Hann lét smíða handa henni silfurspegil, sem hana hafði langað svo til að eignast, en fæstar stúlkur aðrar áttu þá glerspegla og þóttust himin höndum taka, ef þær eignuðust 57 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýir pennar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýir pennar
https://timarit.is/publication/1954

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.