Nýir pennar - 15.04.1947, Blaðsíða 13
Og enn þurfti ég að laga á mér
hálsbindið og flibbann — auð-
vitað aðeins til að gefa umsjón-
armanninum góðan tíma til að
skipta seðliuum og til að láta
sem minnst á því bera, að nú
var það ég sem beið.
1 speglinum fylgdi ég með
nákvæmri eftirtekt hverri hand-
hreyfingu umsjónarmannsins.
Ilann sléttaði vandlega úr seðl-
unum, hver hrukka og hvert
horn sem var uppbrett voru
vendilega sléttuð. Síðan hvarf
seðillinn niður í veski manns-
ins, og þar næst hvarf veskið
niður í vasann. Og umsjónar-
maðurinn tók að bursta fis af
buxunum sínum til að gera eitt-
hvað,
Eg ætlaði ekki að trúa mín-
um eigin augum/ Mér fannst
sem kalt vatn rynni mér milli
skinns og hörunds. Nei, maður-
inn gat hreint og beint ekki ver-
ið svo ósvífinn, að ætla að taka
fimm krónur fyrir að bursta
skóna. Ég gerði honurn eflaust
rangt til. Hann mundi áreiðan-
lega rakna við sér von bráðar,
gefa mér til baka og biðja mig
afsökunnar. Ekkert var eðli-
legra.
Nokkrar mínútur liðu.------
Ég fór að finna til einkenni-
legs höfuðsvima. Mér var að
byrja að líða eitthvað illa.
Nú varð umsjónarmanninum
litið á mig — eflaust hefur hon-
um fundizt einkennilegt, hve
lengi ég horfði á þetta andlit í
speglinum, þetta andlit, sem
tómleiki sálarinnar skein úr og
sljóleiki þess, sem engu hefur
framar að glata í lífinu.
En umsjónarmaðurinn skildi
ekki neitt — vissi ekki neitt.
Hann horfði algjörlega blygðun-
arlausum augum á mig, likt og
sálarlaus maður. En það s'kyldi
hann vita, sá góði maður, að
það væri fyrir neðan virðingu
mina að ympra á endurgreiðslu
af einum skitnum fimm krónum,
svo smásálarlegur og lítilfjörleg-
ur gat ég aldrei orðið.
Ég reyndi að brosa um leið
og ég staulaðist út. Umsjónar-
maðurinn hneigði sig virðulega
og sagði:
— Þakka yður fyrir, herra
listmálari!
Ég hugsaði: Ef til vill var um-
sjónarmaðurinn samt ekki al-
gjörlega sálarlaus. Hann hélt
auðsjáanlega, að ég væri maður,
sem munaði ekki minnstu vit-
und um að gefa heilar fimm
11