Nýir pennar - 15.04.1947, Blaðsíða 31
næstum því hrærð er hún hugs-
aði til þess, hvað hann var ósköp
ungur. Ilún fór að hugsa um
þá daga, er hún var sjálf á þeim
aldri og var að leggja út á lífs-
brautina. Skyndilega datt henni
dálítið einkennilegt í hug. Hún
ýtti við piltinum.
„Heyrðu, mon ami, hvemig í
ósköpunum getur liðsforingja-
efni í Saint-Clyr komizt yfir
5000 franka?“
IJngi maðurinn varð alveg
ruglaður, er hann heyrði þessa
óvæntu spurningu og loks stam-
aði hann út úr sér sögunni um
söfnuðina. Honum fannst það
ekki geta gert neitt til, úr því
sem komið var, og hún hlustaði
með slíkum ákafa, stundi af
undrun, hló og kímdi, svo að
hann varð harla ánægður með
söguna. Þegar hann kom að her-
foringjanum, stökk hún upp og
gekk fram og aftur með tárin í
fjólubláum augunum, svo að
greiðslusloppurinn hennar þyrl-
aðist eins og ský í kringum
hana.
„Saint-Clyr hefur veitt mér
fegurstu upphefð, sem ég hef
nokkru sinni orðið fyrir“, sagði
hún, „og í dag er' ég stoltasta
kona Frakklands. En ég verð að
sýna þakklæti mitt. Parðu aftur
til Saint-Clyr og segðu öllum
liðsforingjaefnunum, að Cosette
sé kona, sem kann að hegða sér.
29