Nýir pennar - 15.04.1947, Blaðsíða 16
sinn náð að skynja hana. Til
þess skal hlæja grát úr geði, til
þess verða fræin að vaxa, til þess
verður vaxtarþrá andans að
glæðlast. Það er einkum þessi
stefnuskrá, ástríðan til að fram-
fylgja henni og getan til þess,
sem heitir hjá Heiðreki Arfur
öreigans.
Heiti þetta valdi höfundurinn
fyrstu ljóðabók sinni, og kemur
hún út hjá Helgafelli 1947.
Hann er óþekktur maður, svo
að bókarheitið fræðir lesendur
nokkuð um uppruna hans.
Kvæði Heiðreks eru sprottin úr
lífskjörum hans og þeirra stétta,
sem hann hefur tilheyi’t. Úr
þeirn má því lesa, beint og ó-
beint, að hann sé upprunninn í
sveit með sterkar rætur þar, hafi
kennt heilsubrests, gerzt verka-
maður í vegavinnu, hernáms-
vinnu og sennilega fleiri störf-
um og fundizt raunar fátt um
að ciga þar ævistarf, sakir skáld-
þrár sinnar, en í hugsunarhætti
fylgir hann ávallt fast hinum
vinnandi stéttum.
Heiðrekur er ekki svo bráð-
þroska, að hann sé af unga aldri,
þótt kominn sé yfir þrítugt.
Bráður skáldþroski freistar
stundum unglinga til að ljúka
af að gera beztu kvæði sín, áður
en þeir hafa orðið að manni og
fengið lífsreynslu. Áður en Heið-
rekur kynnti skáldskap sinn í
bók, kynntist hann mörgu sjálf-
ur, dugði til starfs og baráttu,
varð að manni. Avinningur hans
af þessu er ekki krónur, heldur
skapgerð, en hún var reyndar
frá upphafi lundstór, lundhlý og
mótuð sterklega.
Oft er illt að dæma um byrj-
endakvæði. Þau skreppa úr
höndum manns hálfskilin og
efasamast er, hvort höfundur-
inn hafi skilið þau vel sjálfur.
Þrátt fyrir þetta og fleiri galla
getur hugsazt, að höfundurinn
reynist síðar skáld. Meðal alls
grúans af íslenzkuin „skóla-
skáldum“ í hundrað ár má finna
nokkur dæmi þess.
Um frumsmíð Heiðreks gegn-
ir öðru máli. Sérhvert kvæði
sýnir, að vel er honum Ijóst —
og oftast lesendum, — hvað
hann vill segja og að jafnaði
með hvaða skáldstíl og blæ.
Vald hans á formi, efni og máli
sprettur bæði af náðargáfu og
ströngu námi, og þar á hann
góðan spöl ófarinn enn til full-
þroskans. Val hans á yrkisefn-
um og meðferð þeirra er mjög
14