Nýir pennar - 15.04.1947, Blaðsíða 22
sjást vitringar, sem eru að gera
ungling afturreka, þeir setja
hann og list hans utan garðs í
þjóðfélaginu. Hann snýr út:
Fátt er um kveðjur. Hurð á hæla
skellur.
Heiftin og bræðin renna gönu-
skeið.
Eldstrauma flóð úrundirdjúpum
vellur,
ólgar við barm og storknar þar
um leið.
Skyggir um sviðið. Þungt í lofti
þýtur.
Þreyttur hann gengur dómsins
sölum frá.
Stormur til grunna höll að baki
brýtur. .
Bjarminn er horfinn. Myrkrið
skollið á.
Höllin, sem þarna brotnar, er
höll falsmenningarinnar, ímynd
þess, sem unglingurinn smáði
hatar frá þessari kvöldstund, er
hann steig þar fséti inn.
Heiðrekur er vel ættaðui).
Faðir hans var Guðmundur
skáld á Sandi, og skáldhneigð
þeirra er ákaflega kynrík, þótt
mér sé ókunnugt, hvort aðrir
synir Guðmundar muni njóta
sín á því sviði. Til móður sinn-
ar sjötugrar hefur Heiðrekur
gert látlaust og innilegt kvæði,
sem er ein af perlum bókarinn-
ar, og hver, sem þekkir til, vill
taka undir lofstír þess af heilum
hug. Kveðja heitir ljóð, sem
hann gerði eftir föður sinn, og
þykir mér sumt í því athyglis-
vert sálfræðilega um þá feðga
báða auk hinnar öruggu listar,
sem í Kveðju er. Það er eigi
lítið afrek fyrir son skálds að
vaxa upp með föðurnum, verða
talsvert eðlislíkur honum, gerast
einnig skáld, en ná því sjálf-
stæði í skoðunum, tungutaki og
allri braglist, að bergmál frá
hinum eldra verður hvergi að
meini. Þetta hefur Heiðreki tek-
izt með ágætum, a. m. k. siðari
árin. Einn árangurinn af því er
sá, að í Kveðju reynist hann
fær um að móta athyglisverða
skýring á ritstörfum föður síns.
Þegar Guðmundur á Sandi
orti Ekkjuna við ána fyrir hálfri
öld, eignuðust íslendingar svo
einkennilegt skáld og sérstökum
viðfangsefnum vaxið, að það var
óbætanlegt tjón, að hann hlaut
enga viðurkcnning, sem dugði.
fyrr en hann var orðinn slitinn
maður og nokkuð annar en á
fyrstu og frjóustu skáldárunum.
20