Nýir pennar - 15.04.1947, Blaðsíða 37
„Hef ég krossfest Jesú"?
eftir Eva Scheer
,.Hef ég krossfest Jesú,
mamma?“
Ester brá og hún horfði á litla
drenginn, sem stóð í dyragætt-
inni og starði á hana með stór-
um, óttafullum augum. Hann
var svo lítill og hjálpvana,
með bauga undir augunum, og
tárin runnu niður eftir kinnum
hans. Hann gekk áleiðis til móð-
ur sinnar og endurtók spurning-
una: „Hef ég krossfest, Jesú,
mamma?“
Ester tók hann, lyfti honum
upp á handlegg sér og strauk
hægt yfir kollinn á honum. Það
vár eins og einkennileg vonleys-
istilfinning færi um hana aila.
Nú var röðin ltomin að Benna
litla, blessuðu barninu.
„Elsku drengurinn minn“,
sagði hún og var næstum því
klökk. „Þú hefur aldrei kross-
fest neinn. Hver segir svona
hluti við þig?“
„Hinir strákarnir segja það.
Oli og Kári sögðu að ég hefði
gert það. Benni er Gyðingur,
sagði Óli. Hvað er Gyðingur,
mamma? Er það nokkuð hættu-
legt? Er það satt, að ég sé Gyð-
ingur, mamma?“
„Já, drengurinn minn, þú ert
Gyðingur. Pab-bi og ég erum líka
Gyðingar. Gyðingar hafa ekki
haft það gott, ástin mín. Þeir
eru óhamingjuþjóð, sem hefur
verio ofsótt í yfir þúsund ár“.
„En af hverju verðum við þá
35