Nýir pennar - 15.04.1947, Blaðsíða 12
veitingastofuna. Það væri skræl-
ingjaháttur. Hálf-vandræðaleg-
ur spurði ég umsjónarmanninn
hvort hann gæti ekki lánað mér
skóbursta? En hvað skyldi hann
annars halda? Allir voru vitan-
lega i skóhlífum í svona veðri.
Ég horfði í spegilinn og setti
upp eins merkilegan svip og
mér var unnt. Nei, engum, sem
horfði á mann með þvílíkum
manndrápssvip, mundi detta sú
fjarstæða í hug, að þarna væri
’inaður sem hefði ekki ráð á því
að kaupa sér skóhlífar.
— Gjörið svo vel, herra list-
málari, setjist hér á stólinn, jeg
skal bursta skóna yðar.
Það snart mig einhver nota-
leg tilfinning. — Herra listmál-
ari! — Hann vissi, að ég var
listmálari! — Hann bar auðsjá-
anlega mikla virðingu fyrir mér.
Þetta var óvenjulega kurteis
maður.
Og áður en ég vissi af, var
umsjónarmaðurinn fallinn á
kné, eins og maður er gerir bæn
sína, og tekinn að bursta skóna
mína af þvílíkum ákafa, að ég
var sem gripinn straumi og
skjálfta. Að lítilli stundu liðinni
voru skórnir líka svo fagurgljá-
andi, að ég hefði vel getað ætl-
að mig ofurlítið ruglaðan í koll-
inum, haldið að ég hefði keypt
mér nýja skó þá um daginn. Ég
brosti með sjálfum mér. En ég
vaknaði fljótt af þessum hug-
leiðingum, þegar mér varð Iitið
á umsjónarmanninn. Hann stóð
fyrir framan mig líkt og tákn-
ræn standmynd af hinni vinn-
andi stétt, er beið eftir útborg-
un á launagreiðsludegi.
Vitaskuld verðskuldaði hann
greiðslú fyrir unnið verk. Hann
skyldi ekki heldur ætla mig ein-
hvern svíðing. Ég rétti þegar
mannalega úr mér, og með mikl-
um fínheitum stakk ég annarri
hendinni í hægri vestisvasann,
þar sem fimm krónurnar áttn
að vera — aleigan.------Hvað?
— Guð komi til! — Týndar? —
Blóðið steig mér til höfuðs. Með
minnkandi mannalátum, en
þeim mun meiri taugaóstyrk
fálmaði ég ofan í hinn vestis-
vasann. Jú, þar lumaði hann á
sér, allur samanbrotinn, bölv-
aður seðillinn. Mér létti stórum.
Með heimsborgaralegu kæru-
leysi þess manns, sem telur ein-
ar skítugar fimir. krónur ekki
með peningum, rétti ég umsjón-
armanninum seðilinn:
— Gjörið svo vel!
10