Nýir pennar - 15.04.1947, Blaðsíða 61

Nýir pennar - 15.04.1947, Blaðsíða 61
spegilbrot. Hann gróf upp dysjar til að leita glertalna og annars forns kvenskrauts, er hún gæti borið. Og hann gaf henni hestinn sinn, eina hestinn, sem hann átti. Þó var eins og henni fyndist það smámunir. Sonurinn á Brekku gat gefið henni mikið skart, svo margvíslegt skart, að hún gat haldið til jafns við sýslumannsfrúna. Hann gat veitt henni allt, sem hún girntist, sýnt henni önnur lönd. Sjálfur var hann ósköp ráðlaus, eins og fólk kallaði það. Hann hafði ástríðu að gefa. Munaðarlausir sjúklingar, þurfalingar, börn og gamalmenni þekktu hjálpsemi hans. Það fyllti sál hans fögnuði að bæta úr neyð ánnarra. Vellíðan sjálfs sín lét hann sitjá á hak- anum. Fjármunir höfðu ekkert vald yfir huga hans. Hann trúði því, sem honum hafði verið kennt, að það væri siðferðileg þraut og ekkert keppikefli að vera ríkur. Hann hafði treyst örlæti manna við sig og unnustuna bæði um jarðnæði og annað, aðeins ef hann sýndi öllum ósíngirni. Honum loddi ekkert við hendur, átti ekkert til. Hann var óálitlegur ráðahagur. Þess vegna sveik unnustan hann, en tók ríka syninum á Brekku. Bréfið hafði hún skrifað upp á sitt eindæmi. Hún hafði alltaf verið hugar síns ráðandi. En hve hún hafði getað dulið lengi fyrir honum, hvílík aurasál hún var. Eða var það ástin, sem hafði blindað hann, svo að hann sá það ekki. Sunnudag einn voru þau á reið með mörgu ungu fólki. Þá sagði hún yfir allan hópinn: „Þú þyrftir að reyna að eignast töfrasprota, — þeir kváðu jafnvel duga úr birki, — til að geta fundið málm í jörðu og efnazt. Þá þyrftirðu ekki að vera til fara eins og útskrippi“. Maðurinn teymdi hestana að hóli einum í hvarf við bæinn. Því næst opnaði hann sjálfskeiðing sinn, skar á silana á klyfjunum, skar á móttökin á reiðingnum og hnakkgjörðina og tók fram úr hestunum. Hestarnir ruku út í fljótið og syntu yfir um. Eftir það leysti hann upp annað klyfir. Þar voru í smábögglum rúsínur, svartabrauð, steinsykur, kaffi, rjúpnastokkar, svuntuefni og fleira smávegis, sem hann kom með úr kaupstaðnum og hafði ætlað að rétta börnunum á Gi'li og fleirum, er heim kæmi. Hann merkti gjafirnar með hnífsoddinum á tréspjöld og batt svo aftur baggann. 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýir pennar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýir pennar
https://timarit.is/publication/1954

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.