Nýir pennar - 15.04.1947, Blaðsíða 30
ar umræður um fjáröflunarleið-
ir, það var sparað og safnað,
það var slegið og það var skrif-
að eftir frönkum til mæðra og
frænkna, svo að Saint-Clyr hafði
aldrei séð annað eins. A hinum
fyrirfram ákveðna degi hafði
svo hver einasti maður lagt til
sína (eða einhvers annars) fimm
franka.
\Það átti að fara að draga í
happdrættinu, þegar aðstoðar-
liðsforingi einn komst á snoðir
um þetta sér til mikillar undr-
unar, og kærði það til yfirfor-
ingja skólans. Þegar gamli her-
foringinn hafði heyrt söguna á
enda, varð hann svo hissa, að
honum varð orðfall.
„Pilturinn, sem vinnur þetta,
verður öfundaður af allri sinni
kynslóð“, sagði hann um síðir,
„en sá, sem fann upp á þessu,
á vafalaust eftir að verða mar-
skálkur alls Frakklands“. Hann
sá fyrir sér skjálfandi nýliða
standa við bakdymar á leikhús-
inu, þar sem ungfrú Cosette
vann, með 5000 franka í vasan-
um, og gamli maðurinn skelli-
hló. Þeir hafa gleymt að reikna
með ferðinni til Parísar, með
ökumanni og vagni, blómum og
kampavíni, benti hann á. Svo
bætti hann við, að hann skyldi
með ánægju leggja til úr eigin
vasa það, sem á vantaði. „Það
verða aukaútgjöld við þetta“,
sagði hann. „Sendið þið þorpar-
ann, sem vinnur, hingaci til mín,
áður en hann legur af stað“.
Það var piltur frá Vendée,
sem leit við hjá herforingjanum
næsta dag, nýklipptur og snyrti-
legur í rauðu brókunum sínum
og bláa herfrakkanum með
hvíta, tandurhreina hanzka.
skínandi korða við hlið sér, —
og hjartað uppi í hálsi. Herfor-
inginn sagði ekki orð, en rétti
honuin pyngju með nokkrum
gullpeningum, kyssti hann á
báða vanga og gekk síðan að
glugganum til þess að sjá hann
fara. Það ikti í honum, þegar
hann sá piltinn hverfa niður
trjágöngin.
* * ■*
SÓLARGEISLARNIR skinu
gegnum blúndugardínurnar hjá
Cosette og köstuðu daufum
skuggamyndum á veginn morg-
uninn eftir, þegar ungfrúin
vaknaði. Ilún settist upp og fór
að hugsa um daginn, sem var
framundan. Litla liðsforingja-
efnið svaf ennþá værum, draum-
lausum svefni, og hún varð
28