Nýir pennar - 15.04.1947, Blaðsíða 9
Guðm. K. Eiríksson
I þá daga...
PjÓRIR MENN sátu saman
við borð í aðalhóteli borgarinn-
ar við vín og gleðskap. Þeir voru
allir æskufélagar, og höfðu kom-
ið þar saman til að minnast lið-
inna samverustunda.
Listmálarinn hafði orðið:
..... Já, í þá daga fannst
manni lífið stundum erfitt —
en nú brosum við skilningsrík-
ari yfir allri hinni harmglettnu
baráttu unglingsáranna. Það
var heilt ríkidæmi að eiga
nokkrar krónur í vasanum í þá
daga. Þá leit maður á sig sem
milljónamæring. — Ég get nú
ekki annað en brosað, er ég
minnist eins atviks frá þessum
æskudögum — en þá var mér
sannarlega frekar grátur en hlát-
ur í huga.--------
Það var að kvöldi — rigning
og stórviðri úti.
Regnið féll með drungalegu
hljóði niður á götupollana og
grjótmöl götunnar og gaf með
því óhugnanlegan undirleik við
vindinn, er þaut og hljóðaði í
húsasundunum þetta dimma og
kaldranalega haustkvöld. Það
var engu líkara en að náttúran
væri að leika einhverja tröll-
aukna hljómkviðu.
Og um þessa merkilegu hljóm-
kviðu hafði ég verið að brjóta
heilann. Ég hafði líka nægan
tíma til þess, því að ég slangr-
aði fram og aftur um göturnar
í slagviðrinu næstum því heila
klukkustund.
Peningarnir voru þrotnir, rétt
einu sinni. Einar fimm krónur
voru allur minn veraldarauður
um þessar mundir.
Fáir virtu-st girnast málverk
mín. Ég var líka byrjandi í list-
inni og svo að segja óþekktur.
Ég hafði frétt, að sílspikaður
útgerðarmaður, sem vissi ekki
7