Nýir pennar - 15.04.1947, Blaðsíða 26
Og vonar skartaði Ijós í leyni
um langan bjartasla œvidag.
Af öllu hjarta þú únnir sveini,
og ei var kvartað um þröngan hag.
En löngum hefur sd lítil völd,
sem lífið krefur um þyngstu gjöld.
Á hendur treystuð, og hattir stundum
í huga reistuð, en þar við stóð.
Hvert starf þið leystuð með styrkum mundum,
en stritið kreisti undan nöglum blóð.
Þœr hallir stríðasti stormur braut.
Og stöðugt síðan um rústir þaut.
I lága bœnum varst bundinn fangi
á bala grœnum, hvem dag og nátt,
er lœkjarsprœnan á viðum vangi
í vorsins blœnúrn sér leilcur dátt.
Með ástúð hlynntir að ungri sál,
með aliið kyntir þitt fórnarbál.
Þér virtist þrjóta ött vorsins mildi
og vinarliótin þíns glœsta manns.
A eigin fótum hann vera vildi,
og vetur mótaði skapgerð hans.
Og ástin grandaði sjálfri sér,
en svalar andaði á móti þér.
— Svo liðu árin við fjóru og flœði.
Þú faldir tárin und brúnaskör.
Og mörgum sárum þið sœrðuzt bœði
og síðan báruð hin djúpu ör.
En litlu 'börnin þér urðu allt
og eina vörnin, sem lífið galt.