Vinnan og verkalýðurinn - 01.05.1955, Page 12

Vinnan og verkalýðurinn - 01.05.1955, Page 12
EGGERT ÞORBJARNARSON: Mesta verkfalli í sögu landsins lokið í réttar sex vikur var háð ein hin örlagaríkasta glíma milli aðalstétta þjóðfélagsins. Henni lauk með því, að yfirstéttin féll á eigin bragði. Þetta verkfall var svo viðamikið, risti svo djúpt og reisti svo mörg við- fangsefni, að því verða engin við- hlítandi skil gerð í stuttri grein. Hér verður því aðeins stiklað á stóru. — Árið 1947 urðu þáttaskil í kjaramál- um verkalýðsins á íslandi. Yfirstéttin sveik nýsköpunarstefnuna, gekk bandarísku auðvaldi opinberlega á hönd og sameinaði krafta sína til varanlegra árása á lífskjör verkalýðs- ins, en þau höfðu náð hámarki 1947. Allir flokkar auðvaldsins sameinuðust í afturhaldssamri ríkisstjórn. Árið eft- ir tókst þeim að brjóta undir sig Al- þýðusambandið og nokkru síðar Full- trúaráð verkalýðsfélaganna í Reykja- vík. í kjölfarið sigldu árásirnar á lífskjörin, og harðnandi andstaða gegn allri kjarabaráttu verkalýðsins. Gíf- urlegar tolla- og skattabyrðar voru lagðar á alþýðu manna. Kaup verka- fólks var bundið með lögum. Tvenn- ar gengislækannir, sú síðari (1950) mest allra í sögu landsins, juku dýr- tíðina um allan helming, auk ráð- stafana eins og bátagjaldeyris o. fl. Kaup- og kjarabarátta verkalýðsfé- Iaganna náði ekki að jafna metin, ekki heldur hið harða og langa des- emberverkfall 1952. Á 24. þingi Alþýðusambandsins síð- astliðið haust var það einróma álit meir en 300 fulltrúa, að lífskjörin hefðu rýrnað svo mjög, að verkalýðs- samtökin yrðu að gera gangskör að því að bæta þau. Sú samhljóða sam- þykkt, sem þar var gerð um nauðsyn an gegn kaupræningjunum í bæjarstjórn, löggjafarþingi og ríkisstjórnum til að svipta þá völdum og slá þessi kaupránsvopn úr höndum þeirra. Þess vegna er það eitt af meginverkefnunum að efla einingu verkafólks um kjaramálin innan verkalýðsfélaganna og fullkomna þá einingu með víðtækum kosningasamtökum verkafólks og alþýðu um að hnekkja valdi auðklíkn- anna í opinberu lífi, bæjarstjórnum, þingi og ríkisstjórn, en setja þar í þeirra stað fulltrúa verkalýðs og alþýðlegra hagsmuna. Þessa leið hefir síðasta þing A.S.Í. markað og þá leið ber að halda. 50 VINNAN og verkalýÖurinn

x

Vinnan og verkalýðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.