Vinnan og verkalýðurinn - 01.05.1955, Page 36
Gegn stríði og kjamorkuvopnum
18. og 19. jan. s.l. var í Vínarborg fundur framkvæmdanefndar Heims-
friðarráðsins. Þessi fundur fjallaði einvörðungu um friðarmálin og baráttuna
gegn ófriðarhættunni. Fundurinn samþykkti ávarp til allra þjóða heims og
hvatti þær til að taka höndum saman gegn styrjaldaröflunum. Ávarpið
hljóðar svo:
Ýmsar ríkisstjórnir undirbúa nú kjarnorkustyrjöld.
Þær leitast við að sannfæra almenning um að hún sé óhjákvæmileg.
Beiting kjarnorkuvopna mundi leiða af sér allsherjar eyðingu í
styrjöld.
Vér lýsum yfir því, að hver sú ríkisstjórn, sem byrjar kjarnorkustríð,
hlýtur að fyrirgera tausti þjóðar sinnar og kalla yfir sig fordæmingu
allra annarra þjóða.
Vér munum nú og framvegis standa í gegn þeim sem undirbúa kjarn-
orkustríð.
Vér kref jumst þess að birgðir kjarnorkuvopna í öllum löndum verði
eyðilagðar og framleiðsla þeirra nú þegar stöðvuð.
11—14. marz s.l. var aftur fundur framkvæmdaráðs Heimsfriðarhreyfing-
arinnar, til að fylgja frekar eftir áður gerðri samþykkt og skipuleggja fram-
hald alþjóðlegrar söfnunar undirskrifta að ávarpinu. Höfðu þá þegar safnazt
150 milljónir undirskrifta. — Þegar síðast fréttist höfðu safnazt undir ávarpið
500 milljónir undirskrifta — og þó höfðu ekki þá borizt skýrslur um söfnun-
ina frá Sovétríkjunum og Indlandi, auk nokkurra annarra landa.
Marzfundurinn í Vín starfaði einnig að undirbúningi alþjóðaþings friðar-
hreyfingarinnar sem haldið skal í Helsinki 22. maí n.k. — Þennan Vínarfund
sat Kristinn E. Andrésson sem fulltrúi íslands.
Friðarhreyfingin hér á landi hefir nú góðu heilli ákveðið að beita sér fyrir
undirskriftasöfnun að friðarávarpinu meðal íslenzku þjóðarinnar. Þessu fagna
allir góðir íslendingar því þótt segja megi að allt mannkyn eigi líf sitt og
velferð undir því að friður haldist, er augljóst, að fáar þjóðir eru í slíkum
voða sem vér íslendingar, ef kjarnorkustyrjöld brýzt út. Þessi mikla hætta
stafar af hinum amersku vígstöðvum hér.
74
VINNAN og verkalýðurinn