Vinnan og verkalýðurinn - 01.05.1955, Qupperneq 42
1. maí 1955. Kröfugangan fer niður Bankastræti.
samningsvilja í herbúðum andstæð-
inganna. Vígstaða ofstækismannanna
hafði haggast. Áætlun þeirra þótti að
lokum of áhættusöm. En þeir gáfust
ekki upp. Fram á síðustu mínútu
samningsviðræðnanna reyndu þeir að
egna til árekstra í því skyni að eyði-
leggja möguleika á samningum. Síð-
ustu dagana var andrúmsloftið mett-
að af tilraunum þeirra til árekstra
og samningaslita. Og á öðrum degi
áður en samningar tókust, var gerð
markviss tilraun í þessu skyni með
árás lögreglusveitar á verkfallsverði
og handtöku þeirra. Vegna framferð-
is hinnar ofstækisfullu klíku héngu
möguleikarnir á samningum á blá-
þræði. En því meiri tilraunir, sem
gerðar voru til að eyðileggja samn-
inga, því meiri stillingu og stjórn-
list sýndi forysta verkfallsins Skýrt
dæmi þess, var sú ákvörðun hennar,
að hefja ekki þegar í stað algert verk-
fall í frystihúsunum, heldur að hálfu
leyti.
Þar kom að lokum, að atvinnurek-
endur og ríkisstjórn urðu að láta und-
an síga og þann 28 apríl undirrituðu
samninganefndirnar nýjan kaup- og
kjarasamning.
í honum fólst 10—11% kauphækk-
un, lenging orlofs úr 15 dögum í 18,
4 % af kaupi í atvinnuleysistrygginga-
sjóð og lagfæringar á ýmsum kjara-
atriðum. Alls námu kjarabæturnar til
verkalýðsins 16% auk fl. kjarabóta.
Mesta verkfalli íslenzkrar verklýðs-
sögu var lokið með ótvíræðum og
miklum sigri verklýðssamtakanna.
Verkalýðurinn kom út- úr þessu
verkfalli ekki aðeins með mikilvæga
hagsmunasigra, þótt þeir uppfylltu
ekki ýtrustu vonir, heldur þróttmeiri
en nokkru sinni fyrr.
80
VINNAN og verkalýðurinn