Bergmál - 01.12.1952, Page 13

Bergmál - 01.12.1952, Page 13
Þessi smásaga eftir hið rússneska stórskáld, Ivan Turgenev, hefir verið þýdd á mörg tungumál og ætíð verið talin ein af beztu smásögum hans. SVEÍTALÆKNIRINN Saga eftir Ivan Turgenev Dag einn að haustlagi, er ég var á ferð um afskekktan lands- hluta, fékk ég vont kvef og varð að fara í rúmið. Sem betur fór fékk ég veikina, þegar ég var staddur á gistihúsi í litlu þorpi. Ég gerði boð fyrir lækninn. Eft- ir hálftíma kom læknirinn, mag- ur maður, í meðallagi hár og dökkur yfirlitum. Hann gaf mér þetta venjulega svitameðal, sagði mér að láta á mig sinneps- plástur, laumaði fimm-rúblu- seðlinum mjög lipurlega upp í ermina sína, hóstaði þurrum hósta og sneri sér undan í því tilefni og bjóst svo til að fara; en það vildi einhvern veginn svo til, að hann varð kyrr og fór að rabba við mig. Ég var mátt- farinn af hitasótt. Ég sá fram á andvökunótt og varð feginn að geta drepið tímann við að tala við einhvern skemmtilegan mann. Það var borið fram te. Lækninum varð liðugra um málbeinið. Hann var skynsemd- armaður og lét skoðanir sínar í ljósi með skýrum orðum og jafnvel gamansömum. Það er margt undravert í þessum heimi, menn þekkjast oft lang- tímum saman og talast vingjarn- lega við án þess nokkurn tíma að opna innstu fylgsni sálarinn- ar hvor fyrir öðrum, aðrir mega vart vera að því að þekkjast, en verða svo einn góðan veður- dag trúnaðarvinir og segja hver öðrum sínar leyndustu hug- renningar, eins og þeir væru á skriftastóli. Ég hefi enga hugmynd um, hvernig ég öðlaðist trúnað þessa nýja vinar míns — en svo mik- ið er víst, að hann sagði mér, án minnstu eftirgangsmuna, frá mjög einkennilegu atviki. Og nú skal ég rekja frásögn hans fyrir þann, sem nennir að lesa 11

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.