Bergmál - 01.12.1952, Page 23

Bergmál - 01.12.1952, Page 23
1952 ------------------------ stúlkan sá móður sína sagði hún: „Það var ágætt, að þú komst, sjáðu okkur, við elskum hvort annað — við höfum bundizt heitum.“ „Hvað segir hún, lækn- ir, hvað er hún að segja?“ Ég varð öskugrár. „Hún er með ó- ráði,“ segi ég, „vegna hitans.“ En hún; „Hss, uss; rétt áðan sögðuð þér mér allt, allt annað og þér tókuð hringinn minn. Hvers vegna eruð þér með láta- læti? Móðir mín er góð — hún mun fyrirgefa — hún skilur — og ég er að deyja ... Ég þarf ekki að segja ósatt, réttið mér höndina.“ Ég stökk á fætur og þaut út úr herberginu. Gamla konan renndi auðvitað grun í, hvað undir bjó.“ „Ég skal nú ekki þreyta þig með að orðlengja þetta frekar og mér er satt að segja ekki sárs- aukalaust að rifja þetta upp. Sjúklingurinn minn skildi við daginn eftir. Megi drottinn veita henni ró!“ sagði læknirinn hratt og stundi um leið. „Áður en hún dó, bað hún fjölskyldu sína að fara burt úr herberginu og skilja sig eina eftir hjá mér.“ „Fyrirgefið mér,“ sagði hún, „ef til vill hefi ég breytt illa gagn- vart yður ... veikindin ... en trúið mér, ég hefi engan elskað eins heitt og yður ... gleymið ----------------- Bergmál mér ekki ... glatið ekki hringn- um mínum.“ Læknirinn sneri sér undan; ég tók í hönd hans. „Jæja,“ sagði hann, „við skul- um tala um eitthvað annað eða máske vildir þú spila Kasino og leggja lítið í borð? Mönnum eins og mér fer illa að verða fyr- ir sterkum geðshræringum. Ég hefi aðeins eitt til að hugsa um: Halda krökkunum mínum frá því að orga og konunni frá því að skammast. Þú sérð, að ég hefi, síðan þetta var, gengið í heilagt hjónaband, eins og þeir segja ... Ég valdi kaupmanns- dóttur — með sjö þúsund í mund. Hún heitir Akkalína; það hljómar ágætlega við hliðina á Triffon. Hún er skapstygg kona, það skal ég segja þér, en sem betur fer, sefur hún mestan dag- inn ... Jæja, hvað segirðu um eina Kasino?“ Við tókum til við spilin og lögðum aura í borð. Triffon Iv- anich vann af mér tvær og hálfa rúblu, fór heim seint og síðar- meir, og var hinn áhægðasti með útkomuna. í hjarta sínu er hin léttúðugasta kona alltaf trygglynd. Og í hjarta sínu er hinn tryggasti karlmaður allt- af ótrúr. 21

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.