Bergmál - 01.05.1955, Blaðsíða 9

Bergmál - 01.05.1955, Blaðsíða 9
1955 B ER G M Á L hugsa upp hinar og þessar af- sakanir, sem ég gæti borið fram við mömmu, er ég stælist út með honum, og í hvaða kjólum ég ætlaði að vera. Samt var ég dálítið undrandi á sjálfri mér, því að ég fann það, að Terence var ekki „æskileg- ur“ félagi til að fara út með, allra sízt í augum mömmu, en nú fannst mér það ekki skipta neinu máli. Ég fann brennandi þrá eftir að sjá og vera nálægt Terence. Þegar næstu kennslustund var lokið, sagði ég Terence, að ég gæti farið með honum í bíó daginn eftir. .„Það var prýði- legt,“ sagði hann. „Hvenær má ég sækja yður?“ Ég horfði ekki á hann þegar ég sagði honum, að hann skyldi ekki hafa neitt fyrir því, ég myndi mæta hon- um hjá bíóinu. Ég gat auðvitað ekki sagt honum, að móðir mín teldi hann ekki „æskilegan“ kavalera fyrir dóttur sína, og að hún myndi hindra það eftir mætti að við færum út saman. Hvort sem honum hefur nú fundizt þetta einkennilegt eða ekki, þá nefndi hann það að minnsta kosti ekki. En það liðu ekki margar vik- ur áður en Terence skildist það, að ég hafði alls ekki hugsað mér að bjóða honum heim með mér. fyrst í stað talaði hann aðeins um það í gamni. „Þú þarft víst að leyna einhverju,“ sagði hann. En svo fór hann að verða bitur- yrtur. „Ég er farinn að halda, að þú skammist þín fyrir mig,“ sagði hann stundum, „vegna þess að ég hefi lítil peningaráð og foreldrar mínir eru fátækir. — Þér finnst ég víst ekki nógu góður fyrir þig.“ Auðvitað andmælti ég þessu, og hann hefur sjálfsagt ekki grunað hve nálægt sannleikan- um þetta var. Ég ásakaði mömmu í huganum, en innst inni var ég þó ekki alveg viss um að sökin lægi ekki einnig að einhverju leyti hjá mér sjálfri. Við skemmtum okkur mjög vel í hvert skipti sem við fórum út saman. Terence bauð mér á bíó og dansleiki í næstu borg, svo að ég kynntist ýmsu, sem ég hafði ekki fengið tækifæri til að kynnast fyrr í hópi hinna útvöldu úrvalsvina minna. Við völdum okkur venjulega borð úti í horni, þar sem við gátum haldizt í hendur svo lítið bar á og Terence kyssti mig í laumi við og við. Ég fann, að það var eitthvað rangt og óheiðarlegt að stelast 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.