Bergmál - 01.05.1955, Blaðsíða 64

Bergmál - 01.05.1955, Blaðsíða 64
Skopþáttur: VASAHNÍFURINN Eftir Finn Söeborg. „Pabbi, má ég fá vasahnífinn þinn lánaðan?“ spurði Jens. „Nei,“ sagði ég, þú mátt ekki fá hann.“ „Má ég fá hann lánaðan þegar ég er orðinn stór?“ „Þá getur þú sjálfur keypt þér vasahníf,“ sagði ég. „Þetta er minn hnífur og hann færð þú ekki.“ „Þá tek ég hann bara þegar þú ert dáinn,“ sagði hann. „Þetta var ekki fallega sagt,“ sagði ég særður. „Yrðir þú alls ekki hryggur ef ég dæi?“ ' „Ju-ú,“ sagði hann og dró seiminn. Það var augljóst að það myndi draga verulega úr sorginni að fá hnífinn: „Þér er kannske alveg sama um mig?“ sagði ég sorgmæddur. Hann svaraði ekki. í raun og veru var ég honum ekki mikils virði í augnablikinu, vegna þess að hann mátti ekki fá hnífinn. Það myndi að vísu lagast innan stundar, það vissi ég, en mér fannst samt sjálfsagt að veita honum nokkra ráðningu. „Ef þér er alveg sama um mig, þá fer ég mína leið og kem aldrei aftur,“ sagði ég. „Hver á þá að vera pabbi minn?“ spurði hann, sýnilega með miklum áhuga. Það var auðheyrt á rödd hans, að hann gerði ráð fyrir að græða á skipt- unum. „Það veit ég ekki,“ sagði ég. „Kannske alls enginn, þó getur verið að einhver komi, en það er ekki víst að hann sé nærri eins góður og ég.“ „Það getur vel verið að hann láni mér vasahnífinn sinn.“ Ég fór í frakkann og lét sem ég væri á förum. Ég vænti þess, að hann myndi þá og þegar iðr- ast framkomu sinnar og ganga á eftir mér að vera kyrr, en ekk- ert gerðist. Það var ekki fyrr en ég hafði opnað útidyrnar, að hann virtist loks gera sér ljóst hvað um var að vera. Hann hljóp til mín og togaði í frakkann minn. — 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.