Bergmál - 01.05.1955, Síða 64

Bergmál - 01.05.1955, Síða 64
Skopþáttur: VASAHNÍFURINN Eftir Finn Söeborg. „Pabbi, má ég fá vasahnífinn þinn lánaðan?“ spurði Jens. „Nei,“ sagði ég, þú mátt ekki fá hann.“ „Má ég fá hann lánaðan þegar ég er orðinn stór?“ „Þá getur þú sjálfur keypt þér vasahníf,“ sagði ég. „Þetta er minn hnífur og hann færð þú ekki.“ „Þá tek ég hann bara þegar þú ert dáinn,“ sagði hann. „Þetta var ekki fallega sagt,“ sagði ég særður. „Yrðir þú alls ekki hryggur ef ég dæi?“ ' „Ju-ú,“ sagði hann og dró seiminn. Það var augljóst að það myndi draga verulega úr sorginni að fá hnífinn: „Þér er kannske alveg sama um mig?“ sagði ég sorgmæddur. Hann svaraði ekki. í raun og veru var ég honum ekki mikils virði í augnablikinu, vegna þess að hann mátti ekki fá hnífinn. Það myndi að vísu lagast innan stundar, það vissi ég, en mér fannst samt sjálfsagt að veita honum nokkra ráðningu. „Ef þér er alveg sama um mig, þá fer ég mína leið og kem aldrei aftur,“ sagði ég. „Hver á þá að vera pabbi minn?“ spurði hann, sýnilega með miklum áhuga. Það var auðheyrt á rödd hans, að hann gerði ráð fyrir að græða á skipt- unum. „Það veit ég ekki,“ sagði ég. „Kannske alls enginn, þó getur verið að einhver komi, en það er ekki víst að hann sé nærri eins góður og ég.“ „Það getur vel verið að hann láni mér vasahnífinn sinn.“ Ég fór í frakkann og lét sem ég væri á förum. Ég vænti þess, að hann myndi þá og þegar iðr- ast framkomu sinnar og ganga á eftir mér að vera kyrr, en ekk- ert gerðist. Það var ekki fyrr en ég hafði opnað útidyrnar, að hann virtist loks gera sér ljóst hvað um var að vera. Hann hljóp til mín og togaði í frakkann minn. — 62

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.