Bergmál - 01.05.1955, Blaðsíða 25

Bergmál - 01.05.1955, Blaðsíða 25
B E R G M A L 1955 --------------------------- una, þá hefði ég alls ekki trúað því, að hann gæti gert annað eins og þetta. Og það var því fremur undarlegt, sem hann var að útliti og framkomu maður, sem auðvelt er að gera sér í hugarlund. Ef nokkur maður var skapaður úr einum og sama efnivið, þá var það hann. Hann var maður mjög smár vexti, litlu meira en hálfur annar metri á hæð og mjög grannur, hvíthærður með rautt andlit mjög hrukkótt og blá augu. Ég held að hann hafi verið um sex- tugt, þegar ég sá hann. Hann var alltaf þokkalegur og blátt áfram í klæðaburði og eins og búast mátti við af manni á hans aldri og við hans störf. Burton kom oft til Yokohama, þótt skrifstofa hans væri í Kobe. Ég var af tilviljun eitt sinn þar um kyrrt nokkra daga meðan ég beið skipskomu og þá vorum við kynntir í brezka. klúbbnum í Yokohama. Við spiluðum bridge saman. Hann spilaði ágætlega og drengilega. Hann hafði sig lítið í frammi, hvorki þá né heldur síðar þegar við vorum seztir að drykkju, en það sem hann sagði var skynsam- legt. Hann var hægur í tali og skemmtilega kíminn. Hann virtist vera velséður þarna í klúbbnum, og þegar hann var farinn sögðu þeir í klúbbnum að hann væri einn af beztu mönnunum, sem kæmi þar. Það vildi svo til, að við héld- um báðir til á Grand Hótel og daginn eftir bauð hann mér að borða með sér miðdegismat. Ég heilsaði konunni hans, sem var feitlagin, brosmild eldri kona og tveim dætrum hans. Fjölskyld- an var augsýnilega samhent og ánægjuleg. Ég held, að það sem ég veitti mesta athygli í fari Burtons hafi verið vinsemd hans. Hin mildu, bláu augu hans voru mjög aðlaðandi. Rödd hans var þægileg; ómögulegt var að ímynda sér að hún gæti breytzt í reiðiraust; bros hans var góð- mannlegt. Hann var maður, sem aðrir hændust að vegna þess að maður fann að honum var hlýtt til meðborgara sinna. Hann bauð af sér mjög góðan þokka í hví- venta. En það var ekkert græðgislegt við hann: Hann naut þess að spila og drekka, hann gat sagt frá smáatviki svo að vel færi á og á yngri árum hafði hann verið íþróttamaður. Hann var auðugur að fé og hafði efnast algerlega á eigin spítur. Og ég býst við, að eitt af því sem gerði hann svo aðlaðandi hafi verið, hversu smávaxinn hann 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.