Bergmál - 01.05.1955, Blaðsíða 18

Bergmál - 01.05.1955, Blaðsíða 18
M A f B E R G M Á L------------------ upp að mér og runnu tárin niður vanga hennar. Ég fann nú fyrst að þetta var dóttir mín, engu síður en hinar tvær heima. Þessi litla, einmana, sorgbitna telpa var í raun og veru hold af mínu holdi. Ég elskaði hana af öllu hjarta. En svo var eins og hnífur hefði verið rekinn í brjóst mér. Hvað nú, ef ég tæki hana heim með mér, eins og Harry hafði stungið upp á? Hann hlaut að sjá hve líkar við vorum. Myndi hann vilja halda áfram að elska mig? Myndi nokkur eiginmaður vilja það undir sömu kringum- stæðum? Myndi hann ef til vill hata Thelmu? Harry hlaut að sjá það, að hún var ekki aðeins fjarskyldur ætt- ingi minn. Og svo var það móðir mín. Það myndi ríða henni að fullu ef eitthvert slúður yrði í sambandi við það hve líkar við vorum, við Thelma. Slúðrið er banvænt og fólkið myndi ekki vera lengi að ieggja saman tvo og tvo er það sæi þessa dóttur mína. Pabbi myndi reynast skilningsgóður eins og vant var, en auðvitað myndi honum sárna, er hann sæji að farið hafði verið á bak við hann. Sálarangist mín var hræðileg á meðan ég gat ekki tekið á- kvörðun um hvað gera skyldi. En daginn eftir jarðarför frænku kallaði frú Jackson mig á eintal og sagðist gjarnan vilja taka Thelmu litlu að sér. Mér fannst þetta vera bezta leiðin út úr ógöngunum og sagði dóttur minni að heimili hennar yrði framvegis hjá Jackson hjón- unum, enda þótt hjarta mitt væri að bresta af sorg yfir því að þora ekki að taka hana með mér. Hún hafði gert ráð fyrir því að ég tæki hana með mér og var farin að hlakka til að verða stórasystir litlu telpnanna heima, og kom mér það ekki á óvart. Nú þegar ég sagði henni þessar fréttir, að ég ætlaði að skilja hana eftir, fór hún að há- gráta með þungum og sárum ekka. Mig langaði mest til að hágráta með henni, og skamm- aðist ég mín meira en ég get lýst, fyrir framkomu mína, en samt neyddi ég sjálfa mig til að slíta mig af dóttur minni. „Elskan mín, viltu reyna fyrst um sinn? Gerðu það fyrir mig, elskan litla. Frú Jackson elskar þig áreiðanlega. Ég á tvær telpur heima og ég get ekki verið svo eigingjörn að taka þig líka.“ „Jæja þá, Cynthia frænka, — 16 — i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.