Bergmál - 01.05.1955, Blaðsíða 13

Bergmál - 01.05.1955, Blaðsíða 13
1955 B E R G M Á L Og svo hallaði ég mér út af á ný. Hvaða máli skipti það ann- ars? Aldrei myndi mér takast að breyta mömmu. Og hvað sem því leið, þá var öllu lokið á milli mín og Terence. Ég myndi verða hin gamla Cynthia Horne á ný. Ég hafði að vísu hagað mér eins og kjáni, en um það vissi enginn nema Terence og svo ég sjálf. Og ég myndi gleyma. En næstu vikurnar á eftir gat ég þó engu gleymt vegna óttans sem hrjáði mig. Hvað gæti ég gert? Hvert ætti ég að snúa mér, ef ég væri nú barnshafandi? Aðeins hugsunin um það kom mér til að titra af kvíða og skömm. Gæti ég farið til Ter- ence og beðið hann að giftast mér? „Ég vil ekki giftast honum,“ minn. „Ég vil ekki eignast barn. muldraði ég niður í koddann Ó, guð, segðu að grunur minn sé ekki réttur." En ég var þó nokkurn veginn viss um að grunur minn væri réttur, og brátt kom að því, að ég var ekki í neinum vafa leng- ur. Svo var það einn morgun, að mamma kom inn til mín áður en ég var komin á fætur og sagði gremjulega: „Cynthia, þú hefir ekki verið frískleg undan- farið, ég álít, að þú sért barns- haíandi. Er það ekki rétt?“ „Jú,“ svaraði ég í hálfum hljóðum og grúfði mig því næst niður í koddann og grét. „Kjáninn þinn, kjáninn þinn,“ muldraði mamma hásri röddu. En hún gaf sér ekki tíma til að skammast, heldur tók þegar í stað ákvörðun eins og herfor- ingi á vígvelli. Það kom ekkert til greina að ræða málið við Terence, eða að ég giftist hon- um. Mamma settist samstundis við að skrifa Ellu systur sinni, sem bjó í Somerset, og aðeins nokkrum dögum síðar kom sím- skeyti frá Ellu frænku þess efnis, að hún biði mér að dvelj- ast hjá sér sumarlangt. Því næst sagði mamma öllum sem hún náði til, frá heimboði Ellu. Og svo bætti hún þessu við, sem ég verð að viðurkenna að sýndi ótvíræða kænsku og snilli: „Ella svstir hefir nefnilega nýskeð tekið fjögra mánaða kjörbam, —- barn fjarskyldrar stúlku, sem lézt af barnsförum. Ég geri ráð fyrir að Ella systir hafi komizt að raun um að barnið skapar henni meira erfiði en hún gerði ráð fyrir í fyrstu, og Cynthia ætti að geta létt undir með henni við heimilisstörfin.“ Þetta var varúðarráðstöfuh 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.