Bergmál - 01.05.1955, Blaðsíða 31

Bergmál - 01.05.1955, Blaðsíða 31
Bercmál 1 95 5 -------------------------- inn til, og þangað er Áki því jaínan kominn í einni svipan. Hann veit ekki á hvern hátt hann hefir komizt þangað, hann veit aðeins, að hann stend- ur skyndilega inni í einhverju húsi. Hann veit ekki hvernig þetta hús lítur út, það er auka- atriði, en þar liggur þykkur reykjarmökkur í loftinu, sígar- ettu- og pípureykur og þar reka menn óvænt upp hlátursrokur, hræðilegar og óskiljanlegar. En konur, sem tala eitthvað sam- hengislaust leggjast fram á borð nokkurt og hlæja og flissa skelfi- lega. Allt þetta særir Áka eins og hnífsstungur, en þrátt fyrir það gleðst hann yfir því að vera kominn í þetta hús. Á borði, sem allir sitja við, standa marg- ar flöskur, en jafnskjótt'og glas er tæmt, þrífur einhver hönd korktappann úr næstu flösku og fyllir glasið á ný. Áki, sem nú er ósýnilegur krýpur á gólfið og skríður inn undir borðið, án þess nokkur þeirra, sem við það sitja, veiti honum athygli. í hendinni er hann með ósýnilegan bor og nú byrjar hann umsvifalaust að bora í borðplötuna neðan frá. Brátt er hann kominn í gegn um tréð, en Áki heldur samt áfram að bora. Hann borar í gler og skyndilega, er hann hefir borað gat á föskubotninn, renn- ur brennivín í jöfnum, sléttum straum niður í gegn um gatið í borðplötunni. Hann þekkir skó föður síns undir borðinu og þorir ekki einu sinni áð gera sér í hugarlund hvað gerast myndi, ef hann yrði skyndilega sýni- legur á ný. En nú heyrir Áki föður sinn segja með gleðihreim: „Allt er þurrausið,11 og einhver annar tekur undir; „Já, svei mér þá,“ og síðan rísa allir á fætur, inni í þessari stofu, sem Áki er staddur í. - - . Áki gengur með föður sínum út úr húsinú og þegar þeir koma út á götuná leiðir hann hann, enda þótt faðir hans finni það ekki, að leigubílástöð og hvíslar rétta heimilisfangið að bílstjór- anum, en því næst stekkur hann upp á aurbrétti bílsins og stend- ur þar á meðan ekið er heim- leiðis, til þess að fylgjast sem bezt með því að bíllinn fari raunverulega rétta leíð. Þegar bíllinn á aðeins eftir nokkur hundruð metra heim að húsinu, óskár Áki sér heim á undan, og því liggur hann skyndilega á dívangarminum í eldhúsinu heima á ný og heyrir þegar bíll- inn nemur staðar niðri á göt- 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.