Bergmál - 01.05.1955, Blaðsíða 17

Bergmál - 01.05.1955, Blaðsíða 17
1955 B E R G M A L tíðin krafist þess, að ég bæri ábyrgð gerða minna. Ég vissi að ég yrði að fara og heimsækja Ellu frænku — mamma gat ekki farið. Ég þoldi ekki að hugsa þá hugsun til enda, hvað gerast myndi er ég kæmi þangað. Hugsanir og ráðagerðir hring- snerust í höfði mínu á meðan ég tók til farangur minn. Einhver hluti af mér fagnaði því þó, að fá loks tækifæri til að sjá dóttur mína, en á hinn bóginn kveið ég því hvað gerast kynni ef Ella frænka næði sér ekki aftur. Og áður en ég lagði af stað í ferðina, bárust fregnir um, að frænka væri dáin. Loks, er ég var komin upp í járnbrautarvagninn, tók ég á- kvörðun. Harry myndi ekki hafa neitt á móti því, að ég bætti einu barni á heimili okkar og tæki telpuna að mér, því að hann hafði sagt, strax þegar hann heyrði um veikindi Ellu frænku: „Vesalings Thelma litla. Hún hlýtur að eiga mjög bágt. Ég vona að þú takir hana með þér þegar þú kemur til baka. Við höfum efni á því. Liz og Helen mundu báðar fagna því að eign- ast stóru-systur.“ Hann kyssti mig. Þegar ég hafði loks tekið þá ákvörðun að taka dóttur mína með mér til baka leið mér margfalt betur. Og nú fyrst varð mér hlýtt um hjartarætur við þá tilhugsun að fá að sjá hana. Hvernig skyldi hún líta út? Frú Jackson tók á móti mér á járnbrautarstöðinni og fór með mig beina leið heim til sín, en hún bjó í næsta húsi við hús Ellu frænku. Ég spurði þegar eftir Thelmu. „Hún er inni í dagstofunni, vesalingurinn litli,“ sagði frú Jackson, um leið og hún vísaði mér þangað inn. Telpan hafði hniprað sig saman í stórum hægindastól og sneri baki að okkur. Hún hreyfði sig ekki fyrr en frú Jackson talaði blíðlega til hennar: „Thelma, frænka þín, frú Hunter, er komin hingað “ Telpan stóð á fætur og sneri sér að mér. Ég var með ákafan hjartslátt, og stóð í fyrstu orð- laus og starði á dóttur mína. Hún var hávaxin eftir aldri, mjög grönn, með ljóst, bylgjað hár, náföl í andliti og augun társtokkin. Telpan var í einu og öllu lifandi eftirmynd mín. Ég var grátklökk af geðshrær- ingu og breiddi út faðminn á móti henni. Hún hjúfraði sig \ 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.