Bergmál - 01.05.1955, Page 17

Bergmál - 01.05.1955, Page 17
1955 B E R G M A L tíðin krafist þess, að ég bæri ábyrgð gerða minna. Ég vissi að ég yrði að fara og heimsækja Ellu frænku — mamma gat ekki farið. Ég þoldi ekki að hugsa þá hugsun til enda, hvað gerast myndi er ég kæmi þangað. Hugsanir og ráðagerðir hring- snerust í höfði mínu á meðan ég tók til farangur minn. Einhver hluti af mér fagnaði því þó, að fá loks tækifæri til að sjá dóttur mína, en á hinn bóginn kveið ég því hvað gerast kynni ef Ella frænka næði sér ekki aftur. Og áður en ég lagði af stað í ferðina, bárust fregnir um, að frænka væri dáin. Loks, er ég var komin upp í járnbrautarvagninn, tók ég á- kvörðun. Harry myndi ekki hafa neitt á móti því, að ég bætti einu barni á heimili okkar og tæki telpuna að mér, því að hann hafði sagt, strax þegar hann heyrði um veikindi Ellu frænku: „Vesalings Thelma litla. Hún hlýtur að eiga mjög bágt. Ég vona að þú takir hana með þér þegar þú kemur til baka. Við höfum efni á því. Liz og Helen mundu báðar fagna því að eign- ast stóru-systur.“ Hann kyssti mig. Þegar ég hafði loks tekið þá ákvörðun að taka dóttur mína með mér til baka leið mér margfalt betur. Og nú fyrst varð mér hlýtt um hjartarætur við þá tilhugsun að fá að sjá hana. Hvernig skyldi hún líta út? Frú Jackson tók á móti mér á járnbrautarstöðinni og fór með mig beina leið heim til sín, en hún bjó í næsta húsi við hús Ellu frænku. Ég spurði þegar eftir Thelmu. „Hún er inni í dagstofunni, vesalingurinn litli,“ sagði frú Jackson, um leið og hún vísaði mér þangað inn. Telpan hafði hniprað sig saman í stórum hægindastól og sneri baki að okkur. Hún hreyfði sig ekki fyrr en frú Jackson talaði blíðlega til hennar: „Thelma, frænka þín, frú Hunter, er komin hingað “ Telpan stóð á fætur og sneri sér að mér. Ég var með ákafan hjartslátt, og stóð í fyrstu orð- laus og starði á dóttur mína. Hún var hávaxin eftir aldri, mjög grönn, með ljóst, bylgjað hár, náföl í andliti og augun társtokkin. Telpan var í einu og öllu lifandi eftirmynd mín. Ég var grátklökk af geðshrær- ingu og breiddi út faðminn á móti henni. Hún hjúfraði sig \ 15

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.